þriðjudagur

Varúð: Skemmtilegur pistill

Það er gaman að fylgjast með málum Orkuveitunnar núna. Guðlaugur Þór situr nú við reinar sem formaður stjórnar, en hann er nýtekinn við af Alfreð Þorsteinssyni. En hinn síðarnefndi hafði þvermóskast við að gefa upp bókhald OR. Hann gaf þó upp árið 2005, að heildarkostnaður við nýjar höfuðstöðvar OR næmi 4,257 milljörðum.

Guðlaugi reiknast svo til, að heildarkostnaður hafi verið 5,9 milljarðir. Það er 1.600.000.000 kr meira en Alfreð gaf upp. Gróflega reiknað, er það 20.000 kr á hvern Reykví
king. Þetta er fjárhæð sem Guðlaugur segir Alfreð hafa verið að leyna.

Ofan á það, fóru framkvæmdir langt framyfir áætlun (um 600 milljónir). Dæmið lítur því svo út: Umframkostnaður + Leynisumma Fredda = 27.500 á hvern Reykvíking. Það má kaupa ýmislegt fyrir þá fjárhæð.

Vígi Alfreðs

Alfreð svarar því til, að ekki sé verið að bera saman sambærilega hluti.
Hann segir deiluna snúst um bygginguna sjálfa. Ekki heildarkostnað höfuðstöðvanna. Inni í kostnaði sjálfrar byggingarinnar er að sjálfsögðu ekki tekið tillit til innréttingar hennar, og í rauninni eru þær ekki einu sinni inni í heildarkostnaðaráætluninni. Enda er það ekki venjan, segir Alfreð. Það er della.

Æ, ég gæti skrifað endalaust um þennan mann. Hann er fullur af bulli og vitleysu, en ég er of þreyttur til að rekja það frekar. Mig langaði bara til að benda fólki á þessa umræðu og hverjar fjárhæðirnar eru. Og svo líka benda á, að Alfreð hefur yfirumsjón með byggingu nýja hátæknisjúkrahússins. En ég hygg það ekki góðan ráðahag.

2 Comments:

Blogger Baldtur said...

gæti ekki verið meira sammála, Alfreð er bannsettur bófi

miðvikudagur, 20 september, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Eyddi svona miklum peningum í rugl eins og fancy schmancy hús en svo var maður bara með frekar skitin laun þarna! Usss!

miðvikudagur, 20 september, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home