Ég get ekki sagt að ég skilji þá, sem skrifa um mjög persónuleg mál á netið. Sumir opna algjörlega fyrir einkalífið og reifa jafnvel ástarmálin. Mér finnst það vera til vitnis um brenglun af einhverju tagi og skort á félagslegum skilningi.
Fyrir tveimur árum rambaði ég inn á síðu hjá stelpu sem var að deita tvo gaura í einu. Hún setti fólk inn í málin og bauð síðan upp á skoðanakönnun, hvorn hún ætti að velja. Ég get ekki skilið, hvernig að svona manneskja hugsar. Hvað vakir fyrir henni?
Önnur manneskja, einhver Framsóknarvitleysingur, hafði fíflað einhverja stelpu í bænum. Það fyrsta sem hann gerir, þegar honum gafst tóm til, var að segja frá því á netinu. Hann nefndi engin nöfn, en gaf vísbendingar hér og þar og á endanum var augljóst hvaða stelpa þetta var. Frábært.
Ef ég ætti að reyna að skilja þetta fólk, myndi ég giska á að það sé að grobba sig. Hafði lítið sjálfstraust fyrir og þarf að láta umheiminn vita að það lifir spennandi lífi, eitthvað í líkingu við mysurnar í Sex and the City.
Þessar pælingar, koma í kjölfarið á vangaveltum um það hvernig maður á að nálgast netið. Hvað búast þeir, sem ramba inn á síðuna mína, við að finna? Sundurliðaða greiningu á stefnuræðu forseta Íslands? Ég er nefnilega ekki viss það. Þeir vilja vafalaust heyra eitthvað létt og skemmtilegt og helst eitthvað persónulegt.
Nei. Textinn má ekki vera of alvarlegur. Heldur ekki of þungur í vöfum. Ekki of þurr. Ekki of persónulegur. Það þurfa að vera einhverjar myndir (Palli benti einhvern tímann á það). Hann verður að meika sens; maður þarf að hafa eitthvað að segja og svona mætti lengi telja.
Annars, að öðru. Ég er búinn að þræða youtube og safnaði nokkrum góðum myndböndum.
Hér er Woody Allen í líki þáttarstjórnanda að spyrja sjónvarpspredikara um ýmis mál. Ég hafði gaman að þessu.
Fleiri athygliverð WA myndbönd má finna hér.
Mick Jagger er mjög svalur maður. Það eru ekki margir menn sem gætu sungið ljúfa ástarballöðu (Angie), klæddir eins og hann.
Þetta myndband er úr einhverju partýi þar sem menn eru að missa sig yfir Jeff Who laginu Barfly.
Morrissey syngur um að hann sé búinn að fyrirgefa Jesú. Myndbandið er reyndar lélegt, en mér finnst lagið gott. Fyrir þá sem ekki þekkja til, flokkast lagið sem nýtt efni frá honum.
Og loks ævintýralegur Michael Jackson. Heeelvíti fönkí.
2 Comments:
Mick Jagger er mikil töffari, það er ekki hægt að neita því. Mér finnst David Bowie líka mjög svalur en þegar þessir meistarar tóku saman höndum þá varð útkoman frekar sérstök, alla vega út frá tískusjónarmiðum.
http://www.youtube.com/watch?v=1KNrH4hNnPM
Þetta er töff myndband. Ótrúlegt hvað þeir eru hressir! Þeir dansa sannarlega á götunum.
Skrifa ummæli
<< Home