Spurningin er: Hve margir englar geta staðið á oddi nálar?
Fer allt eftir því hversu þungir þeir eru. En hve þungir eru þeir? Klerkar miðalda sögðu að englar væru massalausir. Gott og vel. Þá snýst þetta um rúmfræði.
Þá er það spurningin: Hve feitir geta englar orðið?
Fer allt eftir því hvað þeir borða. Ef þeir borða nammi, geta þeir orðið ansi feitir. Og þá er bara pláss fyrir einn engil á nálaroddinum. En ef þeir borða bara ský, haldast þeir slim. Nema þeir borði mjög mikið af skýjum. Þá hljóta þeir að fitna svolítið.
Svarið er því: Ef hann er feitur: Bara einn. En ef englarnir borða hóflega mikið magn af skýjum er líklegt að það rúmist fleiri en einn á oddi nálarinnar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home