Bush og pyntingar
Alltaf kemur það betur í ljós, hvílíkan afglapa George Bush hefur að geyma. Svo virðist vera, að hann styðji ruddalegar og siðlausar yfirheyrsluaðferðir Bandaríkjamanna. Segir þær þjóna hagsmunum föðurlandsins. Ég er ekki viss um að hann hafi hugsað dæmið til enda.
Risavaxinn Bush sýgur blóð úr hálsi Frelsisstyttunnar og horfir ögrandi
til New York. Tengist á ekki á nokkurn hátt því sem ég er að skrifa um.
til New York. Tengist á ekki á nokkurn hátt því sem ég er að skrifa um.
Tæknin sem beitt er við yfirheyrslur, hefur verið gagnrýnd víða. Fangar hafa verið sviptir svefni, hitastig klefa þeirra lækkað (og hækkað?) óverulega og þeim loks drekkt í vatni. Í þýsku blaði las ég, að í einu tilfelli hafi þeir hótað að limlesta börn fangans. En það hef ég hvergi séð annars staðar.
Genfarsáttmálinn fjallar m.a. um réttindi stríðsfanga. Þar kemur fram að bannað sé að pynta.
Það sem Bush virðist vera að gera, er að skilgreina pyntingar upp á nýtt. Tekur ,,eigin nálgun" á viðfangsefnið. Hann segir[1], að vissar yfirheyrsluaðferðir - eins og drekking - sé ekki pynting, vegna þess að sársaukinn sé ekki jafnágengur og í tilfelli líkamlegs sársauka (á líklega við þann sársauka sem á sér stað í pyntingu), til dæmis bilunar á líffæri. Samkvæmt ,,skilgreiningu" er hann ekki að pynta.
Málið er, að Bush sér ekki heildarmyndina. Það má vera, að aðferðir hans skili einhverjum árangri. Gott og vel. En þegar litið er til langs tíma, eru gjörðir hans ósniðugar. Þær eru fordæmisgefandi fyrir aðrar þjóðir. Ekki vill hann að Íranir eða N-Kórea skilgreini pyntingar upp á nýtt og eftir eigin höfði. Ónei.
Svo má líka skoðað málið frá hlið hermannsins. Samkvæmt skilgreiningu Bush, fellur þessi yfirheyrsluaðferð ekki undir ákvæði Genfarsáttmálans. Því hlýtur hún að vera lögleg í stríði. Og ekki er það nú skemmtileg tilhugsun fyrir litlu guttana í bandaríska hernum.
Tvö youtube myndbönd í lokin. Bæði sýna viðbrögð Bush þegar hann er spurður út í pyntingar.
[1]
Þetta eru reyndar ekki orð GWB, heldur af minnisblaði einhver generáls í bandaríska hernum, um hvað má og hvað ekki í yfirheyrslu. En þessar aðferðir hafa verið gúdderaðar af Bush. Og vafalaust hefur hann notað sömu réttlætinguna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home