Er eitthvað eitt íslenskara en annað? Ég bjó til lista:
5. Egill Skallagrímssson og Skarphéðinn Njálsson.
4. Ýmis matur: Harðfiskur, flatkökur og skyr.
3. Sauðkindin
2. Íslendingasögurnar
1. Þingvellir
En ef bara ætti að miða við síðustu 200 ár?
Mesti Íslendingurinn hefur vafalaust verið Einar Ben, með Hannes Hafstein á hælunum. Af nútímamönnum mætti nefna Megas. Persónulega myndi ég vilja setja Þórberg Þórðarson á þennan lista - en á móti kemur að hann vildi helst ekki líta á sjálfan sig sem Íslending; sagðist vera svo mikil alþjóðasál, sem gerir hann eiginlega ótækan á listann. Halldór Laxness og Jón Sigurðsson koma seinna. Eru líklega í sætum 10 - 15. Þyrfti að tína til nokkra góða áður en þeir detta inn.
Mér finnst Austurvöllum og Alþingishúsið mjög íslensk. Hlemmur er það líka, en samt í gagnstæða átt við Alþingishúsið. Hlemmur er hálfgerð miðstöð íslenska smælingjans.
Íslenskasta konan? Ekki Björk. Og helst ekki Vigdís Finnbogadóttir. Ætli Hallgerður langbrók tróni ekki á toppinum yfir íslenskustu konurnar. Annars dettur mér líka í hug Vatnsenda-Rósu, sem ég myndi setja á listann fyrir ofan Vigdísi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home