laugardagur


Fjör í Framsókn

Ágætt hjá Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknarflokksins, að
viðurkenna á svo afdráttarlausan hátt, á miðstjórnarfundinum, að um mistök hafi verið að ræða þegar Íraksstríðið var stutt. Davíð og Halldór mættu taka sér það til eftirbreytni.

Jón segir reyndar, að listi hinna staðföstu þjóða hafi verið einhliða framsetning Bandaríkjastjórnar. Hvað á hann við? Jú, ég veit hvað þetta þýðir. Ég kann að lesa. Það sem ég er að velta fyrir mér, er undirliggjandi boðskap þessarar staðhæfingar.

Mér virðist Jón, með þessari fullyrðingu, reyna að gera lítið úr þætti íslenskra stjórnvalda í þessum lista. Það er rétt hjá honum, að bandarísk stjórnvöld áttu frumkvæðið að lista hinna staðföstu þjóða. Og þetta var þeirra einhliða framsetning. Gott og vel. - En Íslendingar bera samt ábyrgð, sem þeir mega ekki skjóta sér undan. Stjórnvöld samþykktu að Bandaríkjastjórn skrifaði nafn Íslands á listann. Það var þeirra ákvörðun. Svo einfalt er það.

Þessi ræða Jóns virðist vera ágæt. Yfirlýsingarnar skýrar og ekkert nema gott um það að segja. Ef það er eitthvað sem hægt vær að setja út á, er það ný skilgreining hans á félagshyggju Framsóknar. Hann byrjar á að viðra mjög sósíalískar hugmyndir, en svo er eins og hann skammist sín fyrir það og talar um ,,að félagshyggja framsóknarmanna sé hluti af sögu, baráttu og endurreisn íslensku þjóðarinnar. Með öðru orði þjóðhyggja." - Nei, Nonni! Með öðrum orðum sósíalískt hugarfar.

Jæja. Þetta átti ekki að vera lofræða um Framsóknarflokkinn. Verð að jafna þetta eitthvað út. Rifja upp kosningaloforð þeirra á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home