Ég ætlaði að taka fyrir Framsóknarflokkinn í dag, en nenni því eiginlega ekki. Geymi það þangað til seinna.
Í Mogganum las ég að Berlusconi væri orðinn sjötugur. Hann virðist vera yngri; ég hefði skotið á að hann væri ~55 ára. Myndbandið hér að neðan sýnir Berlusconi bregða á leik við stöðumælavörð. Hann kann að grína.
Takið eftir stellingunni. Hver gerir svona?
Í gær talaði ég við Færeying. Hann sagði frá því, að í gamla daga voru menn teknir af lífi í Færeyjum með því að binda þá við einn áveðinn stein. Mig minnir að steinninn hafi verið kallaðu Spíss, og ber vafalaust nafn með rentu. Þegar búið var að festa afbrotamennina voru þeir látnir afskiptalausir. Svo dóu þeir úr kulda eða sulti.
Það sem mér finnst merkilegast við þennan stein, er að hann sé ennþá til. Pyntingartól, sem notað var fyrir 1.000 árum, liggur nú fyrir framan skrifstofu Lögmanns Færeyja.
Ég var eitthvað að velta því fyrir mér, hve mörg orðtök eða málshættir vísa í beljur og dró fram orðtakabók. Orðtökin voru ekki jafnmörg og ég hafði haldið, og ekki sniðug. Eitt var samt ágætt: Það er meira blóð í kúnni. Þýðir, að málinu sé ekki lokið; enn sé e-ð hægt að vinna. Þarf einhvern tímann að skjóta þessu inn við tækifæri.
Ég lagði frá mér bókina, en hugsaði svo með mér, að kannski væri meira blóð í kúnni, þannig að ég opnaði hana aftur [1]. Aftast er listi yfir málshætti. Einn fannst mér ömurlegur:
Enginn veit hver eyðni ber, ávallt hafðu gát á þér.Þó að orð í setningu rími, verða þau ekki sjálfkrafa að málshætti. Kannski fleyg orð eða heilræði í besta falli. Ekki málsháttur.
[1]
Já, ég skal viðurkenna að þetta var frekar leim tilraun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home