Hvert fóru allir krakkarnir?
Hvað varð um litla krakka sem kasta snjóboltum í bíla? Þegar ég var lítill, var þetta aðalsportið. Allt hverfið hittist upp á Vatnshól við Háteigsveg og beið eftir næsta bíl, og svo hófst skothríðin.
Ég er með nokkrar kenningar:
- Krakkar í dag eru feitari en þau voru. Þar af leiðir, að þau hlaupa ekkert sérstaklega hratt. Þess vegna gætu þau aldrei flúið, ef einhver reiður bílstjóri tæki upp á því að hlaupa á eftir þeim.
- Krakkarnir fá sama kikk út úr tölvuleikjum. Hvers vegna að fara út í kuldann?
- Það er bara ekkert búið að snjóa síðustu ár, því er einfaldlega ekki hægt að búa til snjóbolta.
- Sudoku-krossgátur og snöff-myndir urðu vinsælar um svipað leyti og snjóboltakast missti flugið. Getur verið að þær hafi komið í stað snjóboltakastsins? Gæti verið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home