laugardagur


Kókómjólk

Á umbúðunum stendur: Látið endurvinna umbúðirnar. Skolið fernurnar að innan með vatni og fletjið þær út. Skilið umbúðunum í fernugám til endurvinnslu.

Yeah right...

Neðar á fernunni er mynd af Klóa með jólasveinahúfu. Hann óskar mér gleðilegra kókómjólkurjóla. - Gleðileg kókómjólkurjól, Klói minn.

Kókómjólk er ekki eini drykkurinn í jólaskapi. Á mbl.is var koma jólabjórsins boðuð - jólabjórs Vikings. Klukkan 22:00 ætluðu nokkrir staðir í Reykjavík að gefa fyrstu eintökin af þessum ágæta bjór.

Klukkan 21:55 voru flestir staðir bæjarins fullir. Klukkan 21:59:50 byrjaði niðurtalningin. 10... 9... 8... 7... 6... 5... 4... (gestur tóku andköf) 3... 2... 1... NÚNA!!

Allt trylltist! Blöðrur hrundu af himnum ofan og múgurinn öskraði Viking-lagið. Það er eeenginn bjór, jafngóóóður og Viking... Viking... Viking... Jóóóla-Viking!!! (endurtekið nokkrum sinnum). Maður í Jóla-Viking búningi renndi sér út á dansgófið í villtri luftguitarsveiflu. Andi jólanna sveif svo sannarlega yfir vötnunum.

Nei. Þetta er lygi.

Það sanna er, að við kíktum á Hverfisbarinn (þar sem búið var að kynna komu jólabjórsins). Á efri hæðinni var einkapartý. Á neðri hæðinni var líka einkapartý. Þannig að við settum í stigann milli hæða.

Klukkann 22:08 aulast einhver starfsmaður til að gefa okkur bjór. Engin stemning.
Fólk mikið að flakka á milli hæða. Þögn, myrkur og pirrað starfsfólk. Við sturtuðum þessu niður og fórum. - Gott múv að kíkja á þennan jólabjór, sé ekkert eftir því. Ætla pottþétt að gera það aftur á næsta ári.

Einkunn:
Jóla-kókómjólk: 8,5
Jóla-Viking: 5,0
Jóla-hjól (með Stebba Hilmz): Tjörguð hauskúpa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home