Moldvörpufólkið
Já, það er della að vakna klukkan 7:10. Þegar maður vaknar er myrkur. Svo hírist maður í drungalegri kytru, djúpt í jörðinni, í átta klukkutíma [1]. Og loks er aftur komið myrkur þegar vinnan er búin. Þetta meikar bara engan sans.
Uppruna 8:00 - 16:00 vinnutímans má líklega rekja til fornaldar. Þá voru allir bændur, og þurftu að dýrka jörð sína á meðan sólin skein. Og þegar myrkrið kom, fóru þeir bara inn.
Málið er, að þessar forsendur hafa breyst. Það er enginn bóndi í dag (nema, kannski, bændur). Ég held að við þurfum að hugsa dæmið upp á nýtt. Hvernig væri, að vakna klukkann 4:00 og vinna til 12:00? Restin af deginum væri bara björt og þægileg.
Þetta þyrfti heldur ekki að vera svona flókið. Stjórnvöld myndu bara ákveða að flýta klukkunni, rétt eins og gengur og gerist annars staðar. Þá væri þetta bara kallað: Vetrartími.
Planið væri þá svona:
-1 í september
-1 í október
-1 í nóvember
-1 í desember.
Og svo öfugt...
Þetta er ekki svo galið.
Að öðru: Mér áskotnaðist nýr sími [2], sem er nokkuð flottur. Hann tekur vídjómyndir í ágætum gæðum. Ég var að hugsa um að nýta mér það. Hér kemur prufu-myndband, að sjálfsögðu hlaðið upp á youtube:
Klóa finnst kókómjólkin best ísköld.
[1]
Fyrir þá sem ekki vita, er ég byrjaður í námuvinnu.
[2]
Í verkfræðinni var stelpa sem skrifaði sými. Þegar einhver benti henni á þetta, þráttaði hún fyrir að þetta væri hluti af brjóstvitinu. ,,Fólk getur alveg ruglað þessu orði," sagði hún. Kommooon. Það er hellingur af i/y ruglingi í gangi, en þetta er svo sannarlega ekki einn af þeim.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home