föstudagur


A og B

Strax eftir fæðingu, eru tvíburar kallaðir A (fyrri) og B (seinni). Ég er með kenningu sem tengist þessu.

Fyrst þurfum við samt að
kíkja á pælingu sem Árni Georgs kynnti á síðunni sinni nú um daginn. Þar kom fram, að fylgni er á milli launa einstaklings og nafns hans.

Í stuttu máli má útskýra það svo: Illa menntaðir foreldrar eru líklegri til að velja einföld nöfn á börnin sín. Þeir eru einnig líklegir til að lifa við fátækt. Börn þeirra eru líklegri til að fara ekki í framhaldsnám, sem loks verður til þess að þau fá lægri laun greidd. Það er: Einföld nöfn ~ lág laun.

Dæmi um góð nöfn á hvítan dreng: Dov, Akira og Sander.
Dæmi um slæm nöfn á hvítan dreng: Ricky, Joey, Jessie.

Pælingin mín er á svipuðum nótum: Getur verið að tengsl séu á milli nafngiftar tvíbura og utanaðkomandi þáttar? Þ.e. hvor kom á undan í heiminn.

Ég þekki ekki marga tvíbura, en þeir sem ég get nefnt í svipan eru:

Ari og Bessi
Alda og Bára
Arnar og Bjarki

Ég skal ekki segja hvort að kenning mín sé rétt, en í versta falli er þetta fyndin tilviljun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home