þriðjudagur


Pfaff

Ég rakst á eftirfarandi frétt í Mogganum (klikka á mynd til að stækka):

Þeir segja að Pfaff-Borgarljós sé misvísandi nafn. Ég spyr: Er nafnið Pfaff eitthvað skárra? Hvað er hægt að kaupa í búð sem heitir Pfaff? Jú, nokkrar pföffur, býst ég við. Og kannski einhverja pfeffa, ef maður er heppinn. - Nei, ég er á því að þeir hefðu geta fundið betra nafn.

Mér datt reyndar í hug nafn á fyrirtækið sem er verra: Sðeðn. (En þetta er samt bara aðeins verra.)

Update: Kemur síðan ekki í ljós, að ef maður flettir orðinu pfaff upp í orðabók er það útskýrt svo: „Samheiti yfir ýmiss konar tæknibúnað, s.s. símabúnað, hljóðtækni, raftæki, saumavélar og ljós.“ Þetta er alveg hreint ótrúlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home