Stríðið um ljósrofann
Í portinu úti er ljós. Rofinn sem stýrir því er inni í íbúðinni minni. Gamla konan sem leigir mér læðist alltaf inn til mín á nóttunni (á náttfötunum) og slekkur ljósið. Þetta er hinn fullkomni glæpur.
Ég hef portljósið yfirleitt slökkt, til þess að stoppa þetta næturbrölt kerlu. En nú er svo komið, að stundum er búið að kveikja þetta ljós þegar ég kem heim á daginn.
Þannig er, að í kjallarann er kominn nýr leigjandi sem notar portið til jafns við mig. Hann virðist, hef þó ekki staðið hann að verki, alltaf stelast í ljósrofann þegar ég er ekki heima.
(Tek fram að rofinn er ekki inni í stofu, heldur við stigann þar sem útiskórnir og yfirhafnirnar eru).
Þá lítur þetta svona út: Gamla konan og kjallaragæinn slökkva og kveikja ljósið á víxl, í mögnuðu laumuspili sem á sér stað í íbúðinni minni. Magnað.
Ég ætla ekkert að aðhafast, mér finnst þetta eiginlega bara fyndið. Það væri samt best ef einn daginn þau hittust í aksjón. Þá myndu þau kannski fara að rífast, jafnvel slást. - En þá myndi ég stökkva á milli og segja öll réttu orðin og málið hlyti farsælan endi.
Í portinu úti er ljós. Rofinn sem stýrir því er inni í íbúðinni minni. Gamla konan sem leigir mér læðist alltaf inn til mín á nóttunni (á náttfötunum) og slekkur ljósið. Þetta er hinn fullkomni glæpur.
Ég hef portljósið yfirleitt slökkt, til þess að stoppa þetta næturbrölt kerlu. En nú er svo komið, að stundum er búið að kveikja þetta ljós þegar ég kem heim á daginn.
Þannig er, að í kjallarann er kominn nýr leigjandi sem notar portið til jafns við mig. Hann virðist, hef þó ekki staðið hann að verki, alltaf stelast í ljósrofann þegar ég er ekki heima.
(Tek fram að rofinn er ekki inni í stofu, heldur við stigann þar sem útiskórnir og yfirhafnirnar eru).
Þá lítur þetta svona út: Gamla konan og kjallaragæinn slökkva og kveikja ljósið á víxl, í mögnuðu laumuspili sem á sér stað í íbúðinni minni. Magnað.
Ég ætla ekkert að aðhafast, mér finnst þetta eiginlega bara fyndið. Það væri samt best ef einn daginn þau hittust í aksjón. Þá myndu þau kannski fara að rífast, jafnvel slást. - En þá myndi ég stökkva á milli og segja öll réttu orðin og málið hlyti farsælan endi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home