fimmtudagur


Stutt um prófkjör

Ég er á því, að Sjálfstæðismenn hafi gert mistök þegar þeir kusu
Árna Johnsen á lista Suðurkjördæmis. Þeir hefðu betur sleppt því.

Ágúst Ólafur hefði átt að stefna á 3. sæti Samfylkingarinnar. Hann hefði valtað yfir Jóhönnu, sem er, jahh, einfaldlega ekki nógu sterkur stjórnmálamaður.

Hvernig mun Framsóknarflokkurinn verða? Eftir að Halldór Ásgrímsson hætti, virðist flokkurinn vera samansafn af labbakútum. Þrír vega þó þyngra en aðrir: Jón Sigurðsson, sem á eftir að sanna sig. Guðni, sem ekki er tekinn alvarlega. Og Siv, sem hefur svipaða ásýnd og Jóhanna; bara ósköp hlutlaus. - Restin er brandari.

Ég spái því, að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin taki saman höndum eftir kosningar. Og það er bara ágætt. Framsóknarflokkurinn á ekkert erindi í ríksstjórn. Heldur ekki Vinstri-Grænir, þeir eru of öfgafullir, og ég myndi vilja hafa þá áfram í stjórnarandstöðu. Þar eru þeir góðir. Ég veit ekki hvað segja á um Frjálslynda. Fyrir utan skýra stefnu í sjávarútvegsmálum, er flokkurinn frekar illa skilgreindur.

Það má reyndar líka segja um Samfylkinguna, ég átta mig ekki almennilega á staðsetningu hennar. En hún hefur verið að gera ágæta hluti upp á síðkastið. Til dæmis er ég hrifinn af uppástungu hennar varðandi afnám verndartolla. Þar tóku þeir óvenju skýra afstöðu í erfiðu máli. (Ég skil
reyndar ekki af hverju Sjálfstæðisflokkurinn var ekki löngu búinn að stinga upp á þessu, þetta hefði alveg verið í takt við þá).

En jæja. Ég ætlaði að hafa þetta stutt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home