miðvikudagur


Takmarkanir og mörk

Einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Þá er ég að tala um almennt séð. Til dæmis, vitum við að menn verða aldrei hærri en fjórir metrar. Er það ekki nokkuð öruggt? Má ekki ganga að því sem vísu, að menn verði alltaf á bilinu [0 ; 4] metrar. Ég held það.


Ég var að tala um þetta um daginn og þá í tengslum við langstökk. Það hlýtur að koma að því, að menn geta ekki stokkið lengra. Það mun aldrei gerast, að maður muni stökkva 50 metra. Er ekki hægt, með nokkurri vissu, að skilgreina öll stökk á bilinu: [0 ; 15] metra.

En þetta eru alhæfingar um manninn almennt.

Mig langar að taka sértækara dæmi,
þ.e.a.s. mig sjálfan. Er maður ekki ansi vel skilgreindur? Fyrir utan stökk mín (sem muna ætíð vera einhvers staðar á bilinu [0 ; 15]), get ég með nokkurri vissu dregið mörg mörk. Til dæmis, myndi ég aldrei vilja vera með konu sem væri 2.36 cm á hæð. Ég bara gæti það ekki, ég veit það.

Mynd: Hæsta kona í heimi (2.36 cm) á ekki séns.

En hvað með 2.35? Nei, of stórt. En 2.34? Nei, nei, nei...

Svona gæti ég unnið mig niður á við, þangað til að ég
loksins kemst að einhverju marki. Sama gildur um dverga. Ég gæti ekki verið með dvergi (þessi er 65cm). Ekki nema þetta væri svona galdradvergur. Nei, hvað er ég að segja? Galdradvergur eða ekki: 65cm er of lítið.

Annað dæmi: Segjum að maður ætti eitthvað leyndarmál. Ok. Einhver spyr mann út í leyndarmálið. Svarið getur verið á marga vegu. Það er skilgreint á bilinu: [hreinn og klár sannleikur ; helber lygi]. Þetta eru tvær öfgar. Segjum að þær nái frá vinstri til hægri. Á leiðinni, frá vinstri til hægri, dofnar sannleikurinn, uns loks maður nær þeim punkti að sannleikur er orðinn að lygi. Það hlýtur að vera. Mig langar að vita hvar þessi punktur er.

Heimurinn er náttúrulega afstæður eftir því hver á í hlut. Til dæmis veit ég kvennamengi Tomma Haarde er allt öðruvísi en mitt (held það sé [2.07 ; 2.11] metrar). En ég væri nú samt til í að skilgreina heiminn fullkomlega fyrir sjálfan mig. Ég myndi skilja allt miklu betur, og þ.a.l. vera líklegri til að taka réttar ákvarðanir.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home