þriðjudagur


Vísindatrú og Stebbi & Eyfi

Vísindatrú. Ég hélt að það væri trú fyrir vísindalega þenkjandi menn, þar sem lógík keyrði menn áfram í leit að algildum sannindum. En svo er ekki. Vísindatrú dregur nafn sitt af vísindaskáldskapi.

Mig langar til að segja, að vísindatrú sé trú fyrir bjána. En það ætla ég ekki að gera. Þegar trúmál er annars vegar, verður maður að stíga varlega til jarðar. Þess vegna ætla ég að sitja á mér í þetta skiptið, en segja lítillega frá trúnni.

Fyrir þá sem eiga erfitt með að tengja, er þetta trúin sem Tom Cruise er alltaf að fjasa um. Sama trú og John Travolta aðhyllist (og ég held Battlefield Earth fjalli um það). En hér eru helstu atriðin:

Um uppruna mannkyns:

Fyrir 75 milljónum ára, var geimvera sem hét Xenu. Hún stjórnaði ráði stjörnuþokunnar. Ósætti urðu til þess að hún ferjaði milljarða geimvera til jarðar, í geimskipi sem líktist Douglas DC-8 flugvél.

Reiðskjóti Xenu

Xenu staflaði geimverunum upp, í umhverfi eldfjalla, og sprengdi þær með vetnissprengju. Sálir geimveranna bráðnuðu saman og lentu á flakki, sem endaði með því að þær soguðust inn í líkama þeirra sem fyrir byggðu jörðina. Alla komplexa í nútíma-manninum, má rekja til þessa mikla atburðar fyrir 75 milljónum ára. Sálirnar eiga erfitt með að aðlagast líkömum sínum hér á jörðinni.

E-meter:

E-mælirinn mælir geðmassann (e. metal mass), sem er mjög fíngerð orka og af mjög háu eðlisfræðilegu stigi. Ég veit ekki alveg hvort ég skil þetta rétt, en mér skilst að mælirinn eigi að segja til um innra ástand sálarinnar (sbr. Meðfædda geimveruóreiðu sem hrjáir manninn). Sumir segja reyndar, að það eina sem hann mæli, sé hversu þétt viðkomandi einstaklingur kreisti handfang hans – en því hefur aðeins verið haldið á lofti af gagnrýnendum vísindatrúar.

Geðlæknar, sálfræðingar og geðlyf:

Ekkert af þessu virkar. Vísindakirkjan hafnar því að þessar rannsóknir séu vísindalegar. Og það er í raun réttri alveg hreint forkastanlegt, að ríkisstjórnir heimsins sólundi fjármagni í þessa dellu. Gæðrænar lækningaraðferðir voru orsök Fyrri heimsstyrjaldar, risi Hitlers og Stalíns, hnignun menntunar í BNA, Kosovo-stríðinu, hryðjuverkaárásunum á New York og eflaust mörgu öðru. En nú velti ég einu fyrir mér. Hvað orasakaði brjálsemi Xenu? Hún var uppi á þeim tíma, þegar innra jafnvægi lífvera var gott. Hvers vegna fór hún út af sporinu. Svaraðu því, Tom Cruise.

Ég ætla að stoppa hér umfjöllun mína um þessa ágætu trú. Mig langaði að beina spjallinu annað. Þeir sem eru enn forvitnir, geta skoðað wikipediu. Hún hefur öll svörin.

Ég sá að Stebbi & Eyfi ætla að gefa út nýja plötu fyrir jólin:


Ég veit ekki. Er ekki örugglega verið að tala um Eyjólf Kristjánsson? Það er ekki maðurinn þarna á myndinni. Er þetta ekki frekar gæinn þarna í lögregluþættinum? Ég held það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home