Bush og Rumsfeld
Alltaf sér maður þessar myndir af Bush í blöðunum, þar sem prófíll hans er sýndur skyggja á andlit einhvers annars - sem oftar en ekki er að horfa á Bush. Dæmi í gær: Bush og Blair.
Það er eins og að ljósmyndurum þyki þetta alveg sérstaklega flott. Tvö andlit, renna saman í eitt.
Nú tek ég Rumsfeld sem dæmi. Hann var alltaf að horfa á Bush. Og alltaf með sama svipinn á andlitinu. Nokkur dæmi:
Nei, mig langaði bara til þess að benda á þetta. Helmingur allra mynda úr Hvíta húsinu er svona. Hliðarsvipur Bush með andlit einhvers annars í bakgrunni, sem fylgist með oftast nær íhugull og fullur aðdáunar. Takið eftir þessu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home