miðvikudagur


Eitt og annað: Stríð, Pravda, bros og Extras


Kofi Annan lætur í það skína, að ástandinu í Írak verði ekki lýst öðruvísi en sem borgarastríði. Hann þorði þó ekki að segja það beinum orðum.

Í kjölfarið fór ég að hugsa um muninn á Bandaríkjamönnum og Saddam. Er hann svo mikill? Saddam notaði hersveitir sínar til þess að berja á uppreisnarmönnum. Bandaríkjamenn gera það líka. Við þeim blasir sama vandamálið. Og þeir tækla það nákvæmlega eins.

Munurinn felst hins vegar í framsetningu. Áróðursvélar Bandaríkjamanna hafa kennt okkur, að Saddam hafi verið að berja á ,,eigin fólki". Sömu vélar segja að Bandaríkjamenn séu að berjast við vonda hryðjuverkamenn. Æ, ég skal ekki segja. Eru þetta ekki sömu aðilarnir: Uppreisnarmenn í Írak. Og ef svo er, eru þá Bandaríkjamenn nokkru skárri en harðstjórinn Saddam?

Svo er alltaf talað um efnavopnaárás Saddams á Kúrda á 9. áratugnum. Ég tek það fram, að ég er ekki á neinn hátt að verja hana. Hins vegar langaði mig til að benda á að þessar árásir eru ekki einsdæmi í nútímasögu. Til dæmis hafa Rússar gengið ansi hart í að berja niður uppreisnarmenn í Téténíu, taka má dæmi um
fjöldamorð Ísreala á Líbönum 1982, djöfulgangur Bandaríkjamanna í Víetnam og Kambódíu og svo má eflaust finna fleiri dæmi.

Í sýndarréttarhöldunum [1] yfir Saddam Hussein, er yfirleitt talað um efnavopnaárásina. Svipuð réttarhöld væri hægt að halda yfir öðrum þjóðarleiðtogum. Til dæmis Ariel Sharon [2].

Jæja. Ég ætlaði ekki að mala út í eitt um stríðið. Langaði bara að draga fram þennan punkt.

Fyrr í dag talaði ég við einn vin minn um stemninguna á Pravda. Hann hafði upplifað staðinn eins og ég, og sagði: Fólkið þarna er bara eitthvað svo skrítið. - Sem er akkúrat kjarni málsins. Þetta er mjög dúbíus.

Í dag var líka brosað svo fallega til mín. Ég var ánægður með það, og ætlaði að brosa á móti, en beit í tunguna þannig að útkoman var frekar ólystileg andlitsgeifla. Það var ekki alveg nógu gott. Hmm...

Jæja. Að lokum ætla ég að koma að Extras linkum sem ég fann. Horfi á það við tækifæri.

Update: Linkarnir virka ekki, nema s2.e2 og s2.e5. En síða þessi er ágæt, guba.com, og þar er ritskoðun ekki orðin dóminerandi eins og á öðrum vídjó-netsíðum.

#1 Sería:

1. Episode 1
2. Episode 2
3. Episode 3
4. Episode 4
5. Episode 5
6. Episode 6

#2 Sería:

1. Episode 1
2. Episode 2
3. Episode 3
4. Episode 4
5. Episode 5



[1]
Já, þetta er náttúrulega ekkert nema skrípaleikur.

[2]
Hvernig er það, er Sharon enn á lífi? Maður hefur ekki heyrt af honum svo lengi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home