mánudagur


George Clooney og nakinn kvalarlosti

Fyrst langaði mig til að benda á
grein á mbl.is um George Clooney, þar sem enn og aftur er talað er um hvað hann er mikill grallaraspói. Hann lét það út úr sér, að gælu-svínið hans var að deyja. Pælið í því. Gælu-svínið. Svínið!! Hvílíkur grallari!

Hvílíkt fífl.


Önnur grein í Mogganum er um bandarískan hermann, sem dæmdur var, af fillipseyskum dómstól, í 40 ára fangelsi fyrir nauðgun. Mogginn segir, að í dómsorðunum hafi komið fram, að hermaðurinn hafi orðið uppvís af ,,nöktum kvalalosta".

Nakinn kvalalosti? Hvað þýðir það? Og hvernig verður maður uppvís af kvalalosta? Ég skil það ekki. Getur maður farið í fangelsi fyrir það?

Átti dómarinn ekki að orða þetta öðruvísi. Kannski svona: Hermaðurinn varð uppvís af því, að hafa nauðgað konunni. Hann var haldinn kvalalosta. Nöktum kvalalosta.

Það er alveg fáránlegt, að dómsorðin skulu vera kveðin með svo skáldlegum blæ. Dómarnir eiga að vera eins ótvíræðir og mögulegt er. Á Íslandi gerast sakborningarnir yfirleitt uppvísir af stórfelldu gáleysi, eða sýndu einbeittan brotavilja. Þetta verðu ekki skýrara.

Fillipseyingarnir hefðu líklega talað um nakið gáleysi og nakinn brotavilja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home