föstudagur


Hleranir Jóns Baldvins

Nú veit ég ekki hvar ég á að byrja. Hmm... málið er, að einhverra hluta vegna, hef ég það á tilfinningunni að Jón Balvin sé að hlera símann minn.

Nei. Byrjum aftur.

Rannsókn á hlerunarmálinu er lokið. Kom í ljós, að enginn fótur reyndist vera fyrir ásökunum Jóns Baldvins. Þetta var bara bull í honum. Og maður spyr sig: Er það ekki allt í lagi? Mönnum getur nú skjátlast.

En Jón Balvin lítur ekki á málið þannig. Honum skjátlaðist ekki. Þið skiljið, síminn hans var hleraður. Í alvöru. Það er náttúrulega ekkert að marka svona lögreglurannsóknir. Þegar menn hafa skrifað undir trúnaðaryfirlýsingar við fyrirtækin sín, þá játa menn ekkert í yfirheyrslum. Ekkert! Jafnvel þó að þeir séu eiðsvarnir.

Og pólitíkusarnir. Þeir eru náttúrulega allir á móti honum. Þetta er eitt stórt samsæri, innmúraðra og illa þokkaðra Sjálfstæðismanna. Þeir munu aldrei játa brot sín.

En... kommon! Johnny.. Kommooon! Ég veit að þú lest síðuna mína. Af hverju viðurkennirðu ekki bara, að þér varð á í messunni. Það er allt í lagi. Annað er bara þverhausaháttur. Þú veist það. Þetta er líka svo barnalegt. Obbobo bobb.

Og hvað varð um leynidyrnar? Ég er að tala um þær sem eru í Utanríkisráðuneytinu, og enginn þorir að tala um. Ég var eiginlega spenntastur fyrir þeim. Ég vil að þær verði opnaðar..

En, jæja. Þetta er kannski rétt hjá honum. Kannski vildu heimildarmenn JBH ekki rjúfa trúnaðinn við fyrirtæki sín. Og kannski eru óþokkarnir í Sjálfstæðisflokknum með samsæri gegn honum. Og kannski er hlerunarmiðstöð Jóns Baldvins í leyniherberginu í Utanríkisráðuneytinu. Það gæti verið. Kannski...

p.s.
Viðbrögð Johnnys við dómsúrskurðinum,
má finna í Kastljósi í gær. Hann er mjög yfirvegaður og er búinn að hugsa þetta mál vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home