mánudagur


Hryllingssaga og karókí

Sagan af Gadda-Kjamma

Þú skalt hafa á þér gát og alls ekki fara að skæla! Þú mátt ekki vera súr í bragði - ég skal segja hvers vegna: Gadda-Kjammi er á leiðinni í bæinn!

Hann er að útbúa lista, sem hann stemmir af, til að fá úr því skorið, hverjir hafa verið óþekkir og þægir. Gadda-Kjammi er á leiðinni í bæinn!

Hann horfir á þig, á meðan þú sefur. Hann veit hvenær þú vakir. Hann þekkir hegðan þína – þannig að, svo hjálpi oss Guð, reyndu að sýna stilli!

Þannig að... Gættu að þér! Og fyrir alla muni, ekki gráta! Og ekki sýta - ég vara þig við: Gadda-Kjammi er á leiðinni í bæinn.

Hann er með lítil tin-horn og leikfangatrommu. Rúdý-tút-túúú og rummý tum tumm! Gadda-Kjammi er á leiðinni í bæinn!

Gadda-Kjammi er á leiðinni í bæinn

Þetta hljómar alveg hræðilega. Og ekki batnar það, þegar kemur í ljós, að Gadda-Kjammi er sérlundaður gamlingi, sem býr fjarri mannabyggðum. Nánar tiltekið í köldum og drungalegum helli úti á landi. Hann á enga vini. Og hann hlær móðursýkislega í tíma og ótíma, en þá aðeins þegar hann er búinn að skrýðast furðufötunum sínum, sem enginn maður á byggðu bóli gæti hugsað sér að klæðast.

Gadda-Kjammi gæti verið voðalegt ómenni eða draugur í þjóðsögum Jóns Árnasonar, en það er hann reyndar ekki. Hann kemur fyrir í laginu: Gadda-Kjammi kemur í kvöld. (Eða Santa Claus Is Coming To Town, eins og það heitir á frummálinu).

Textinn hér að ofan, er tekinn beint úr þessu hræðilega lagi, um gamlan karl, sem njósnar um lítil börn, fullur af sorugum hugsunum. Svona lítur hann út á frummálinu (lítillega stytt útgáfa):

Santa Claus Is Coming To Town

Oh! You better watch out,
You better not cry,
You better not pout,
I'm telling you why:

Santa Claus is coming to town!


He's making a list,
He's checking it twice,
He's gonna find out
who's naughty or nice.


Santa Claus is coming to town!


He sees you when you're sleeping,
He knows when you're awake.
He knows when you've been bad or good,
So be good for goodness sake!


So...You better watch out,
You better not cry
You better not pout,
I'm telling you why.


Santa Claus is coming to town.


Little tin horns,
Little toy drums.
Rudy-toot-toot
and rummy tum tums.


Santa Claus is coming to town.

Siggi frændi benti á ágætt efni á Youtube. Þar fjallar Kastljós, árið 1992, um karókí: ,,Karókí er undratæki, sem gefur almúgamanninum færi á að vera stjarna í eina kvöldstund."



Spurning: Ertu hamingjusamlega giftur? Svar: Bæði já og

nei. Maður hefur ekki séð konuna sína í heilan mánuð...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home