fimmtudagur


Jólapredikun biskups

Biskupinn sagði í jólapredikun sinni, að Jesúbarninu vanti hæli í heimi okkar. Þegar ég heyri eitthvað í líkingu við þetta, fæ ég einhvers konar óþolsviðbrögð í húðina. Eins og um ofnæmi sé að ræða.

Mig langar til að spyrja biskupinn: Hvað þýðir þetta eiginlega?

Jú - auðvitað veit ég hvað hann á við. Hann notar Jesúbarnið sem persónugerving sakleysis; ef allir temdu sér einlægni þess og fordómaleysi, væri heimurinn líklega betri staður. Gott og vel.

Það sem fer hins vegar öfugt í mig, er nálgun biskupsins á viðfangsefnið. Boðskap
urinn er ágætur, en hann týnist hálfpartinn í þeim búningi sem biskupinn sníðir honum. Missir marks. Það fyrsta sem ég hugsaði, þegar ég heyrði þetta: Hvað er hann að fjasa þetta um Jesúbarnið?

En jæja. Þetta truflar mig ekki mikið. Mér fannst þessi samlíking bara eitthvað svo m
áttlaus. Og myndin, barn vantar hæli, fékk mig til þess að hugsa um munaðarleysingjahæli í Bretlandi á tíma iðnbyltingarinnar. Líklega vegna Óliver Twist. En það er annað mál.

En að öðru. Ég gekk meðfram Tjörninni um daginn og tók þá þessa mynd:

Vondir svanir

Einhverra hluta vegna, fékk ég það óþægilega á tilfinninguna að þessir svanir væru vondir. Veit samt ekki af hverju. Hefur kannski eitthvað að gera með augun..? Skal ekki segja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home