laugardagur


Ljótur stafur


Rithönd mín hefur aldrei verið neitt sérstaklega góð; er dæmigerður strákur í þeim efnum. Um da
ginn var ég eitthvað að pára niður, þegar ég áttaði mig skyndilega á því, að eitt æ-ið var alveg einstaklega ljótt. Það var eiginlega bara vandræðalega ljótt.

Eftir því sem ég horfði meira á æ-ið, fylltist ég þeirri vissu, að líklega hefði ég aldrei skrifað jafnljótt „æ“ á ævinni. Svo ljótt var það, að ég fann mig knúinn til þess að taka af því mynd:

Ljótasta æ-ið fest á filmu

Hvað ætli ég hafi skrifað mörg
„æ“ um tíðina? Örugglega hundraðþúsund. Og hér er komið það ljótasta. Felst þó einhver huggun í því, að öll hin æ-in hafi verið fallegri.

En hvað með hinn endann? Hvað með fallegasta æ-ið? Einhvern tímann rak ég augun í eitt
„a“ sem ég hafði skrifað, og ég man að ég hugsaði: Þetta hlýtur að vera fallegasta a-ið sem ég hef ritað. Sama hefur gerst með stóra joð. Um leið og ég var búinn að skrifa það, tók ég nokkra andadrátta pásu til að virða þennan fallega staf fyrir mér. Virtist fullkominn. - En þá var ég því miður ekki kominn með svona fínan myndavélarsíma, og gat því ekki fest dýrðina á filmu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home