Njósnarar
Ég er byrjaður að fylgjast grannt með rússneska njónamálinu (geisla-eitruninni). Þetta er eins og í skáldsögu.
Fyrst leit ég framhjá samsæriskenningunum, að rússnesk stjórnvöld stæðu á bakvið morðið. En þegar þau lýstu því yfir, að þau ætluðu sjálf að hefja rannsókn á málinu, byrjaði það að vera spennandi.
Af hverju ættu Rússar að rannsaka þetta mál? Þetta er breskt morðmál. Rússum ætti að vera alveg sama. Nema náttúrulega, að eitthvað hafi ýtt við þeim. Og það er mín ágiskun, að það hafi verið uggurinn við að hið sanna kæmi í ljós.
Hmm... Hér ætlaði ég að koma hér með glæsilega sveigju og beina skrifunum að öðrum njósnara, breska njósnaranum James Bond, en nenni því eiginlega ekki. Ætla í háttinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home