Serge Gainsbourg: Lemon Incest
Serge er þekktastur fyrir lagasmíðar sínar, en ekki síður fyrir ástarmálin. Mörg lögin höfðu svo kynferðislegan tón, að þau voru bönnuð í útvarpi. Fólki hreinlega ofbauð þau.
Hér fyrir neðan syngur hann (erótískan?) dúet með dóttur sinni, og í textanum kemur m.a. eftirfarandi setning: Sú ást, sem við aldrei fáum saman notið, er sú fallegasta, ofbeldisfyllsta, tærasta og mest spennandi.
Forboðin ást
Allir alvöru listamenn hafa enga siðferðiskennd, eða kjósa öllu heldur að líta framhjá henni. Til hvers ættu þeir að fara að siðferðislögmálunum? Þau gera ekkert nema setja þeim mörk. Án siðferðis, hafa þeir meira rými til þess að tjá list sína. Eins og Serge.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home