þriðjudagur


Vélstýran

Strákur einn var að segja frá síðunni:
http://velstyran.blogspot.com/. Hann sagði, að ef maður vildi lesa eitthvað fyndið, ætti maður að fara þangað. Það gerði ég.

Þetta er síða Önnu Kristjánsdóttur, vélstýru. Ég verð að segja, að mér fannst síðan eiginlega ekkert fyndin. Mér fannst hún áhugaverð. Anna virðist vera ágætlega máli farin og fróð um ýmislegt. Síðasti pistill hennar, 12. desember, er um landhelgismál Íslendinga og hvernig það hefur gefist í gegn um tíðina að láta Dani um varnir landsins. Hefur nánast sömu skoðun og ég þar. Gott mál. Ég ætla að gefa þessari síðu séns.

Annars mikið að gerast í fréttunum: Pinochet látinn. Ísraelar eiga kjarnorkuvopn. Gröf Páls postula fundin. Kofi Annan gagrýnir Bandaríkjamenn. Og njósnaramálið, að sjálfsögðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home