fimmtudagur


The Perry Bible Fellowship

Þeir sem ekki hafa veitt því eftirtekt, þá er einhver texti hér neðst á síðunni. Þetta eru tilkynningar um það, þegar síður sem eru í uppáhaldi hjá mér breytast. Allt teiknimyndasíður.

White Ninja er eiginlega uppáhalds teiknimyndasagan mín. Hvíta ninjan hefur svo mikla sál.
Wulffmorgenthaler, eru líka góðir, en þessir ágætu menn (Wulff og Morgenthaler) eru danskir.
Og nú var ég að bæta við þeirri þriðju, sem ber nafnið Perry Bible Fellowship (eða PBF til styttingar).

Ég ætlaði að taka fyrir teiknimyndasögu sem PBF birti eitthvert sinnið:

b is for butt-ugly!

Þetta er einhver frumlegasta saga sem ég hef séð, og fyndin ofan á það. Það sem heillar mig hvað mest, er hvað hún er heilsteypt. Hvert og eitt einasta atriði hefur verið hugsað í þaula.

Rammi #1
Stafirnir eru litlir. Takið eftir hvað g-ið er brosandi og fjörmikið. Sama gildir um k-ið, þó það sé ekki jafn áberandi. Svo setur g-ið út á rassinn á b-inu, enda er hann stór með eindæmum. Notar meira að segja orðið ,,butt-ugly" - háð sem gæti átt við í alvöru.

Rammi #2
Tíminn líður og komið er að endurfundum.

Rammi #3
Stafirnir eru orðnir stórir, og B-ið ansi gjafvaxta. Það hefur nælt sér í stóra H, sem er spengilegur og gengur um beinn í baki. Dæmigerð hermannatýpa, sem hefur sitt á hreinu. Takið eftir hvað K-ið er stjarft. Þessu átti það ekki von á. Og G-ið, hvernig það segir ,,Gaaa...", í gapandi undrun yfir því hvernig hefur ræst úr B-inu.

Þetta er ótrúlega vel heppnuð og snjöll saga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home