mánudagur

Tölfræði

Já, sérhver dagur er
ævintýri líkastur. Áðan var ég að leika mér á tölfræðivefi Google:
Google Trends. Þar má skoða niðurstöður leitarvélar Google, eftir dagsetningu, leitarstrengi og þjóðerni. Til dæmis kom upp úr krafsinu, að frændur okkar Norðmenn eru hlutfallslega mest allra þjóða að skoða hommaklám (linkurinn vísar á niðurstöðurnar, ekki á klám). Þeir hljóta að vera ánægðir með það.

Ég er hins vegar ánægður með að sjá niðurstöðuna fyrir Smiths og Morrissey. Þar eru Íslendingar efstir, en Norðmenn númer tvö - hafa líklega mestan áhuga á dufli hljómsveitarmeðlima við samkynhneigð.

Annars er önnur tölfræði sem hefur verið að hrella mig undanfarið. Síðustu tvær vikur hef ég gleymt lyklunum mínum fjórum sinnum í hinum buxunum. Það þýðir, að öllu jöfnu er ég læstur úti 0,29 sinnum á dag. Og, ef að líkum lætur, mun ég vera læstur úti 104 á einu ári. Það er ekki nógu gott.

Ekki veit ég hvort nokkuð er að marka þetta, en samkvæmt Google Trends, eru íbúar Sheffield duglegastir við að týna lyklunum sínum. Manchesterbúar fylgja þeim fast á eftir. Það sem gerir þetta spúkí, er að Reykvíkingar eru ekki einu sinni á listanum...

Spúúúkí...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home