Jude Law
Ok. Fyrir það fyrsta: Jude Law. Hvers konar nafn er þetta? Gyðingalög? - Gott nafn.
En, jæja. Ég sá hann í gær á skemmtistað í Reykjavík. Frekar sveittur gaur. Og slísí. Hann var að fíra upp einhverja dömu og það gekk ekki nógu vel. Ég sá aumur á kauða og ákvað að hjálpa til.
Ég vatt mér upp að honum og sagði: Hey Jude. Don't be afraid. You were made to go out to get her. The minute, you let her under your skin, then you'll begin, to make it better.
Hann horfði á mig tortrygginn. Ég kinkaði kollinum sannfærandi til hans, og hóf að syngja: Naaa... na na nana-na naaa... nana-na naaa... Hey-y-y Jude...
Nú var eins og að kappinn skildi hvað ég ætti við. Go out and... hmm... get her? Yes, yes. Get her! That makes perfect sense. Hann kinkaði til mín kollinum til samþykkis. Við vorum að tala sama tungumálið.
Svo tók hann undir arm dömunnar og leiddi hana út. Ég brosti á eftir þeim og hugsaði: Þeir höfðu rétt fyrir sér eftir allt saman. Hverjum hefði dottið það í hug? Eitt góðverk á dag kemur skapinu í lag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home