Klárlega
Þetta orð: Klárlega. Ég þoli það ekki.
Alltaf sömu týpurnar sem nota það: Óöruggt fólk, sem er mjög umhugað um að falla inn í hópinn. Uppfullt af innri örvæntingu fleygir það ,,klárlega" hingað og þangað, til þess að geðjast viðmælanda sinn. Einhverra hluta vegna hefur þetta fólk alltaf mikinn áhuga á handbolta, og kann ég því enga skýringu.
Mér finnst þetta svo merkingalaust orð. Eins og það blasir við mér, er það alltaf notað til að samþykkja staðhæfingu viðmælandans. Skiptir í raun litlu máli hver staðhæfingin er, ,,klárlega" virðist alltaf vera svar sem passar. - Orð sem hægt er að nota svona - við öll tækifæri - getur ekki haft mjög skýra merkingu.
Sem atviksorð er þetta líka aumt. Skerpir ekki á nokkru lýsingarorði og þrengir heldur ekki merkingu þeirra. Gerir í raun og veru ekkert nema árétta þau. Sem er mjög aumt.
Ég á erfitt með að útskýra af hverju þetta orð kemur svona illa við mig. Mér fallast hreinlega hendur, þegar ég heyri fólk nota það í óhófi. Ætli það tengist ekki sleikjuskapnum sem mér finnst orðið endurspegla. Jú, ég held það. Það er slepjan sem fer í taugarnar á mér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home