fimmtudagur

Britney finnst sopinn góður

Ég les alltaf fréttirnar um Britney Spears. Ég ræð ekki við mig. Ég er vandræðalega vel inni í einkamálunum hennar, jafnvel betur en inni í mínum eigin málum.
Samt finnst mér hún ekkert spennandi.

Hún fór víst í meðferð um daginn, ég fylgdist óviljandi með á hliðarlínunni. Þetta gerðist í meðferðinni:

  1. Britney og FedEx (eða hvað hann nú heitir þessi ræfill) hætta saman.
  2. Britney sækir grimmt á næturlífið með Paris Hilton.
  3. Britney lætur taka mynd af sér án brókar.
  4. Britney og Paris hætta að vera vinkonur.
  5. Britney rakar á sér kollinn.
  6. Hún fer í meðferð.
  7. Britney er ódæl í meðferðinni.
  8. Federline elskar hana enn.
  9. Britney drekkur 24 kókflöskur á dag í meðferðinni. Það gerir átta lítra. - Mitt persónulega mat, er að þetta hljóta að vera ýkjur.
  10. Britney hitti annan ræfil í meðferðinni og þau skiptast á dúllulegum nöfnum.
  11. Britney lokaði sig inni í skáp og heyrðist tala við einhvern ,,Justin". - Ég vil samt ekki útiloka að hún hafi sagt Dustin, en síðan hvíslað Hoffman þannig að enginn heyrði. Það er mín kenning.
  12. Federline segist ekki elska hana lengur.
  13. Innskot JB: Hvers konar maður segir svona lagað við blaðamenn. Federline er alger auli.
  14. Britney og K-Fed [1] ná samkomulagi um skiptingu eigna. Hann fær helling af milljónum og helming þeirra tekna sem hún aflaði á meðan þau voru saman.
  15. Britney útskrifast úr meðferð.
Ég kenni Mogganum um. Hann er alltaf að tala um Britney. Hvernig getur maður annað en lesið þetta, ef efsta fyrirsögnin í dálkinum Mest lesið er alltaf frétt um Britney. Mogginn skal hér með víttur.


[1]
Já, alveg rétt. K-Fed. Það var rapparanafnið hans. Lélegasta nafn frá því að Terminator-X var og hét. Hvers konar nafn er það? Minnti mig alltaf á þvottalög eða pöddueitur.

Samkvæmt Wikipediu, er x-ið stærðfræðitákn. Það er breyta sem getur verið hvaða tala sem er. Þetta hlýtur að hafa ruglað liðsmenn Public Enemy, því þeir vildi ólmir eyða þessari óljósu stærð. Þannig varð nafnið Terminator X til. Maðurinn sem eyðir allri óvissu. - Mjög nördalegar pælingar í gangi.