mánudagur


Fallega fólkið

Það er sagt, að fallegt fólk hafi samhverfara andlit en ljótt - að vinstri helmingurinn sé fullkomin spegilmynd þess hægri. Ég er ósammála, mér finnst það ekki fallegt.


Jú, ég sé punktinn. Ég sé af hverju fólki gæti haft þessa skoðun. En óþægilega mikil samhverfa virkar eiginlega öfugt á mig. Manneskjan verður kuldaleg og á einhvern hátt vélræn.

Vélræn segir hann. Hvað þýðir það nú eiginlega? Æ, þetta hefur að gera með sálina. Fólk með ofursamhverf andlit virkar sálarlaust á mig. Eins og dúkkur úr postulíni. Eða vélmenni.


Það var einmitt talað um, að vonda vélmennið í Tortímandanum 2 væri með fullkomlega samhverft andlit. - Ætlaði það ekki að tortíma mannkyninu? (Geri ráð fyrir því að nú hugsi flestir: Ahh... góður punktur hjá Jóa. Enn og aftur hittir hann naglann rækilega á höfuðið).

Nú er Glitnir með auglýsingaherferð. Fólkið í þessari auglýsingu er alveg ofboðslega fallegt, en það nær samt ekki alveg að geisla af fegurð. Það er með alltof samhverf andlit.

Hér fyrir neðan tek ég þrjú dæmi. Fyrst skoða ég Sigurð Kára, svo fallega Glitnisfólkið. Myndin lengst til vinstri sýnir þau venjuleg. Takið eftir því hvað samhverfan gefur myndunum óhugnanlegan tón. Vantar sálina.

Til þess að færa rök fyrir máli mínu, hef ég skeytt vinstri- og hægri helmingum andlitsins saman. Þá kemur það í ljós: Næstum því ekkert breytist.


Sigurður Kári og óhugnanlegt en fallegt fólk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home