þriðjudagur

Jack Bauer og Tzar Bomba

Vinur minn einn var að segja mér frá sjónvarpsþáttunum 24. Jack Bauer virðist vera heljarinnar karl. Í þremur seríum, gerir hann eftirfarandi:

1. Bjargar forsetaframbjóðenda frá bráðum dauða.

2. Bjargar New York frá kjarnorkusprengju.
3. Bjargar því að á skelli heimsstyrjöld.
4. Bjargar mannkyninu frá eilífri glötun, með því að koma í veg fyrir að það verði drepsótt að bráð.

Ekki slæmt það. -Og allt þetta á 72 klukkustundum.

Ég var að velta þessu fyrir mér. Kjarnorkusprengja á New York. Það er nokkuð heví. Í framhaldinu fór ég á netið til að lesa mér til um karnorkuvopn. Bandaríkjamenn og Rússar eiga mest af þeim, eins og sýnt er á
myndinni hér að neðan.

Kjarnorkuvopnaeign Bandaríkjamanna og Rússa

Svo hélt ég áfram að lesa. Rússar hafa framleitt stærstu kjarnorkusprengju allra tíma, hina svo kölluðu Tzar Bomba. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá stærðinna á þessari sprengju, við hliðina á sprengjunni sem varpað var á Hiroshima.


Tzar og Hiroshima bornar saman

Í kjölfarið fór ég að velta þessu fyrir mér. Hvað ef við hefðum ekki menn eins og Jack Bauer? Hvað ef Tzar Bomba væri sprengd í New York? Já, hvað þá?

Eldský Tzar Bomba var með radíus 4,6 km. Fólk í 100 km radíus fékk 3. stigs brunasár. Skoðum nú, með hjá Google earth, hvernig það kæmi út fyrir New York:


Við anddyri Empire State byggingarinnar


Eldský Tzar myndi þekja þetta svæði

Eldskýið séð úr meiri hæð


Eldský er rautt á myndinni. Gula svæðið sýnir svæðið þar sem fólk myndi fá 3. stigs brunasár.

Sama svæðið, nema Ísland notað til að átta sig á stærðargráðunni.

Að lokum gerð tilraun til að sjá þessa mynd frá hlið.

Þetta væri alveg hrikalegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home