Fuglanöfn
Ekki veit ég hvort það er rétt, en einn vinur minn sagði að Einar Ben hafi skírt öll sín börn eftir fuglum (þ.e. millinafnið). Það sem gerir þetta merkilegt, er að hann átti sex börn. Og það sem gerir þetta mjög merkilegt, er að Einar var fyrstur Íslendinga til þess að nefna börn sín eftir þessum fuglum.
Börnin hétu:
Finnur Múkki Einarsson
Grímur Albatros Einarsson
Guðný Fýll Einarsdóttir
Jón Svartbakur Einarsson
Bjarni Pelíkani Einarsson
Sigríður Mörgæs Einarsdóttir
Nei nei. Þetta er bara bull. Ég veit ekkert hvað börnin hétu. - En ég hef verið að hugsa um mannanöfn sem eru dregin af fuglanöfnum. Þau eru mistöff. Ég bjó til lista:
Þetta eru lúðar: Þröstur, Svanur, Gaukur, Már og Andrés.
Þetta eru töffarar: Haukur, Örn, Hrafn og Smyrill.
En þá er það næsta pæling: Af hverju er ekki skírt eftir fiskum? Urriði gæti haft sömu beygingu og Indriði, og Hákarl eins og Karl. Kolmuni hljómar líka eins og alvöru nafn. Kolmuni Árnason. Þetta gæti alveg gengið.
Ekki veit ég hvort það er rétt, en einn vinur minn sagði að Einar Ben hafi skírt öll sín börn eftir fuglum (þ.e. millinafnið). Það sem gerir þetta merkilegt, er að hann átti sex börn. Og það sem gerir þetta mjög merkilegt, er að Einar var fyrstur Íslendinga til þess að nefna börn sín eftir þessum fuglum.
Börnin hétu:
Finnur Múkki Einarsson
Grímur Albatros Einarsson
Guðný Fýll Einarsdóttir
Jón Svartbakur Einarsson
Bjarni Pelíkani Einarsson
Sigríður Mörgæs Einarsdóttir
Nei nei. Þetta er bara bull. Ég veit ekkert hvað börnin hétu. - En ég hef verið að hugsa um mannanöfn sem eru dregin af fuglanöfnum. Þau eru mistöff. Ég bjó til lista:
Þetta eru lúðar: Þröstur, Svanur, Gaukur, Már og Andrés.
Þetta eru töffarar: Haukur, Örn, Hrafn og Smyrill.
En þá er það næsta pæling: Af hverju er ekki skírt eftir fiskum? Urriði gæti haft sömu beygingu og Indriði, og Hákarl eins og Karl. Kolmuni hljómar líka eins og alvöru nafn. Kolmuni Árnason. Þetta gæti alveg gengið.
<< Home