mánudagur

Úr einu í annað

Það krotuðu einhverjir ræflar að húsið mitt. Þeir skrifuðu: 101 Kingz. - Töff.

Mig langar til þess að finna þessa gaura og krota á fötin þeirra. Mér finnst það sambærilegt. Ég myndi skrifa eitthvað hallærislegt. Everybody loves Raymond, það ætti að duga.

Mér tókst að plata vinkonu mína í gær, á 1. apríl. Hún spurði hvort ég væri svangur, og ég sagði nei (en það var ekki satt, hehehe). Þetta var hrekkur aldarinnar!

Mæli með
WhiteNinja teiknimyndinni hér að neðan. Þetta finnst mér ákaflega fyndið.

Er kominn með nýjan uppáhalds rappara. Hann heitir Reh Dogg og er mjög svalur. Hér að neðan er myndband með hetjunni. Ég á reyndar pínulítið erfitt með að átta mig á þessu myndbandi, það hangir eitthvað svo illa saman: Hlaupin í skóginum... sturtuatriðið... þegar hann kastar sér á jörðina og hleður byssuna... að ógleymdum blessuðum börnunum. Ég skil þetta ekki alveg. - En hann er samt góður.

Beh Dogg rokkar kofann í klessu

Vangavelta: Breytingin frá mannimenni. Svipar það til breytingarinn frá fuglifygli. Hljóðvarp og hvorkynsvæðing gerir hvort tveggja að ,,einhverju vondu". Óþekkt barn, gæti með þessari reglu verið kallað berni. Ojj. Þetta er viðbjóðslegt orð. Berni.

Annars rak ég augun í mjög ljótt orð um daginn: Milliinnbankaborð. Það er samt ekki jafnljótt og orðið næststærsta, sem er ljótasta orð Íslendinga
. Það ætti að banna þessi orð.

Það ætti líka að banna slagorð Íslandshreyfingarinnar: Lifandi land. Taktlausara innrím hefur ekki sést á byggðu bóli. Ég hef sömu tilfinningu fyrir þessu slagorði og gleym-mér-einni (hamborgari með miklum gráðosti) á Vitabarnum: Þetta er ógeðslegt og ef ég fæ mér meira, mun ég kúgast. - Jæja. Kannski ekki alveg, en mér finnst þetta samt mjög ljótt.