þriðjudagur

Rik og tími

Ryk hefur alltaf verið mér hulin ráðgáta. Hvaðan kemur það? Myndast það bara úr engu? Nei, það getur ekki verið. Ég er farinn að hallast að þeirri kenningu, að á nóttunni læðist inn til mín maður með ryk í poka. Hann stígur fallegan dans og skvettir því um íbúðina. Á meðan hrýt ég eins og göltur inni í herbergi. Hvað þessum manni gengur til, skal ég ekkert fullyrða um. Líklegast er hann snarbilaður. En, já. Þessi kenning stendur, þangað til annað hefur verið sannað.

Ryk er eitt af þessum orðum, sem maður gæti aldrei stafsett rang. Rik. Þetta hljómar eins og útlenska, gæti verið danska. Boðháttur af sögninni rikker, sem gæti jafnvel verið dónasögn. ,,Han rikker for meget," myndi áhyggjufullur foreldri segja við lækninn, í samtali um náttúru sonarins. Flott sögn. (
Samt pínu klikkað, ef til er fólk sem notar þessa sögn í boðhætti. Hmm...)

Önnur orð sem er ekki hægt að stafsetja rangt: Fyrir, yfir, sími,
tími, líf, tíu...

En talandi um rik. Í dag á ég afmæli.

Ég fór snemma á fætur og horfði í átt til skýjanna. Í gluggakistunni hafði safnast firir rik, sem ég reit nafnið mitt í
. Hugsa sér týmann, sem tekur þetta rik að safnast firir. Týu ár, hið minnsta. Og hugsa sér manninn, sem kemur hingað á hverri nóttu og dansar rik-dansinn. Hvílík bilun! - Þá skyndilega truflaði sýminn þanka mína. Þetta var maður að selja lýftriggingar og lif firir ynnifly. Nei, takk! Ekki í dag, sagði ég og lagði tólið frá mér. Ekki í dag.

Já, þetta er búið að vera ágætur dagur.