Svertingi
Ég man eftir því þegar ég sá svertingja í fyrsta skiptið. Mér fannst það mjög merkilegt. Ég var í bakaríi með mömmu og spurði hana út í manninn. Ég man ekki hverju hún svaraði.
Ég man líka eftir því þegar ég sá svertingja í annað skiptið. Það var í rúllustiga í Stokkhólmi. Ég var að leika mér með He-man karl á einhverju torgi (minnir að ég hafi verið að kasta honum - láta hann fljúga) og þá flaut jakkafataklæddur svertingi upp rúllustigann við torgið. Ég horfði á eftir honum, gapandi af undrun.
Á seinni árum hef ég aðeins einu sinni verið lostinn sambærilegri undrun, en það var þegar ég sá örn í fyrsta skiptið. Þá var ég átján ára og þetta var einhvers staðar rétt hjá Breiðdalsvík. Verkstjórinn stöðvaði bílinn og við gláptum allir upp í loft á þennan fugl ,,sem flaug hæst allra fugla". Þetta var mikil upplifun.
<< Home