föstudagur


Svar við fimmtudagsgátunni

Guðlaugur Þór Þórðarson á þessar varir. Sá sem komst næst því að hitta á rétt svar, er Tommi Haarde; en hann giskaði á Sigurð Kára. Sú ágiskun kemst furðulega nálægt Guðlaugi, en báðir eru þeir ungir plebbar í Sjálfstæðisflokknum.

Ég rak augun í þetta í fyrradag, þegar ég renndi yfir stefnumál flokkana. Guðlaugur Þór Þórðarson er með óhugnanlega munúðarfullar varir. - Ok, ok... Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en þannig er það.

Tommi sagði mér hvernig hann komst að þessari niðurstöðu: Hann lokaði augunum og ímyndaði sér hvernig væri að kyssa þessar varir. Hann prófaði meira að segja að kyssa tölvuskjáinn. Og viti menn! Það var ekki um að villast. Þetta voru íhaldsvarir. - Tommi á inni hjá mér hamborgara á American Style.

Guðlaugur Þór: Munúðarfullur að vanda.

Sá sem kom með versta svarið, er Páll Ragnar Pálsson. En hann giskaði á Jesú. Í skammarverðlaun fær hann Gleym mér ei hamborgara frá Vitabarnum, með miklum gráðosti.

Sá sem kom með skrítnasta svarið, var Árni Georgs. Hann giskaði á Amöndu Peet og Lenu Heady, en ég hef ekki hugmynd um hverjir það eru. Önnur góð svör voru Barack Obama og Mikjáll Jackson. En þessir menn hafa ákaflega furðulegar varir.

4 Comments:

Blogger T said...

Vúhú!! Nú vantar mig bara eitthvað til að hreinsa skjáinn minn.

föstudagur, 11 maí, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Já, láttu mig þekkja það. Þetta eiginlega aðalgallinn við að vera alltaf að kyssa tölvuskjáinn. Maður þarf að fara að hætta þessu.

laugardagur, 12 maí, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Damn! Ég var greinilega á réttri lei[ med stjórnmálamennina. Ég prófadi meira ad segja ad google-image-a nokkur nofn til ad checka.. en thetta eru mjog kvenlegar varir hjá honum. Lítur naestum út eins og hann sé med varalit..

sunnudagur, 13 maí, 2007  
Blogger Palli said...

Komm on, lélegasta svarið?

Hafðu þetta:
http://www.namastecafe.com/mdk/jesus.jpg

og þetta:
http://www.lunchboxing.com/images/links/lol.jpg

Annars er töff að fá skammarverðlaunin. Líka gaman að sjá að þú gefur þeim verðlaunin sem geta ekki vitjað þeirra. tsk tsk.

mánudagur, 14 maí, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home