Nick Knatterton
Ég fann nokkrar teiknimyndir um einkaspæjarann sleipa Nick Knatterton. Þær voru sýndar á RÚV á 9. áratugnum og voru mjög vinsælar. Ég man sérstaklega eftir því, að hann hafði "fotografisk hukommelse"[1], sem virkaði þannig að hann flett upp í minningum sínum eins og um ljósmyndir væri að ræða. Það heillaði mig.
Áhugasamir geta fundið teiknimyndirnar hér.
Intróið á teiknimyndunum, fyrir þá sem ekki þekkja Nick Knatterton
[1]
En mig minnir að þessar teiknimyndir hafi verið talsettar á dönsku (eða sænsku), þannig var það alla vega á spólunni sem Helgi átti.
7 Comments:
Kúl! Ég náði mér einmitt í Nick Knatterton eftir að ég rakst á þær aftur á Youtube. Þær voru á dönsku minnir mig með íslenskum texta. Ég leigði mér spólu með honum líka einhver skipti á James Bönd þar sem þar var tilboð þar sem maður fékk fría teiknimynd/barnamynd með nýrri spólu. Klassískt dót. Eini gallinn við þetta er að ég er ekki alveg nógu sleipur í þýskunni til að fatta þær 100%.
Það var eitt atriði sem er mér sérlega minnisstætt: Fjórir óþokkar nálguðust Nick, hver úr sinni áttinni. Sýnd var stillimynd af atvikinu. Sögumaðurinn lýsti vandanum af fræðilegri nákvæmni. Engin lausn virtist vera í sjónmáli.
Næsta atriði er sýnt hægt: Nick stekkur upp, láréttur í loftinu. Hann skýtur hnefum og hælum, hverjum í sína áttina, og rotar þá alla fjóra í einu. Mér fannst þetta múv ótrúlega flott - og finnst það enn.
Atriði það er hér er sýnt á klukkuslætti 4:50 ?
http://www.youtube.com/watch?v=TxxK12jn2a4&mode=related&search=
Ég man alveg eftir þessu atriði. Klassískt.
Nick reiknaði allt svona hárnákvæmt út!
Öldungis rétt hjá þér Geir! Þetta er atriðið. Þó er það aðeins öðruvísi en mig minnti:
Konan á barnum er í liði með óþokkunum. Hún kreistir fram barminn (því hún þekkir vel inn á veikleika Nicks). Nick grípur að sjálfsögðu tækifærið og gleymir stund og stað í sælli leiðslu. Á meðan skríða óþokkarnir fjórir úr fylgsni sínu. Þeir umkringja Nick. Þá stekkur hann upp, eins og lýst var hér að ofan, og rotar þá alla. Mjög töff.
Svo lendir hann í nákvæmlega sömu stöðu og hann stökk upp úr; flagaralegur við barinn, með fingurnar vafða um rauðvínsglasið. - Klassi yfir honum.
Nick Knatterton var snilld. En ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið sýnt á RÚV með íslensku tali... "ályktun!..." var kauði vanur að segja áður en hann reiknaði eitthvað út á snilldarhátt með hjálp stjarnanna eða eitthvað álíka.
Já, alveg rétt. Ég man þetta núna (þegar þú minnist á að hann hafi alltaf sagt ályktun). Hann var með frekar hvika og snaggaralega rödd. Svoldið eins og Chris Tucker.
Skrifa ummæli
<< Home