mánudagur

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kúl! Ég náði mér einmitt í Nick Knatterton eftir að ég rakst á þær aftur á Youtube. Þær voru á dönsku minnir mig með íslenskum texta. Ég leigði mér spólu með honum líka einhver skipti á James Bönd þar sem þar var tilboð þar sem maður fékk fría teiknimynd/barnamynd með nýrri spólu. Klassískt dót. Eini gallinn við þetta er að ég er ekki alveg nógu sleipur í þýskunni til að fatta þær 100%.

mánudagur, 23 júlí, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Það var eitt atriði sem er mér sérlega minnisstætt: Fjórir óþokkar nálguðust Nick, hver úr sinni áttinni. Sýnd var stillimynd af atvikinu. Sögumaðurinn lýsti vandanum af fræðilegri nákvæmni. Engin lausn virtist vera í sjónmáli.

Næsta atriði er sýnt hægt: Nick stekkur upp, láréttur í loftinu. Hann skýtur hnefum og hælum, hverjum í sína áttina, og rotar þá alla fjóra í einu. Mér fannst þetta múv ótrúlega flott - og finnst það enn.

mánudagur, 23 júlí, 2007  
Blogger Geir said...

Atriði það er hér er sýnt á klukkuslætti 4:50 ?

http://www.youtube.com/watch?v=TxxK12jn2a4&mode=related&search=

þriðjudagur, 24 júlí, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man alveg eftir þessu atriði. Klassískt.

Nick reiknaði allt svona hárnákvæmt út!

þriðjudagur, 24 júlí, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Öldungis rétt hjá þér Geir! Þetta er atriðið. Þó er það aðeins öðruvísi en mig minnti:

Konan á barnum er í liði með óþokkunum. Hún kreistir fram barminn (því hún þekkir vel inn á veikleika Nicks). Nick grípur að sjálfsögðu tækifærið og gleymir stund og stað í sælli leiðslu. Á meðan skríða óþokkarnir fjórir úr fylgsni sínu. Þeir umkringja Nick. Þá stekkur hann upp, eins og lýst var hér að ofan, og rotar þá alla. Mjög töff.

Svo lendir hann í nákvæmlega sömu stöðu og hann stökk upp úr; flagaralegur við barinn, með fingurnar vafða um rauðvínsglasið. - Klassi yfir honum.

miðvikudagur, 25 júlí, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Nick Knatterton var snilld. En ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið sýnt á RÚV með íslensku tali... "ályktun!..." var kauði vanur að segja áður en hann reiknaði eitthvað út á snilldarhátt með hjálp stjarnanna eða eitthvað álíka.

mánudagur, 13 ágúst, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Já, alveg rétt. Ég man þetta núna (þegar þú minnist á að hann hafi alltaf sagt ályktun). Hann var með frekar hvika og snaggaralega rödd. Svoldið eins og Chris Tucker.

miðvikudagur, 15 ágúst, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home