miðvikudagur

Svartir peningar

Vinur minn einn heldur því fram, að þeir sem greiða fyrir vöru/þjónustu með peningaseðlum, séu á einn eða annan hátt viðriðnir svarta atvinnustarfsemi. Fyrst fannst mér þetta hljóma eins og vitleysa, en eftir því sem ég hugsa meira um þetta meikar það sens.

Spurningin er: Við hvaða tilefni fengi ég seðla í fullkomlega heiðarlegum viðskiptum? Mér dettur ekkert í hug.

Jú, bíðum hæg. Ef ég ætlaði að senda lítið barn út í búð fyrir mig, yrði ég líklega að láta það hafa einhverja seðla. Ok. Ófjárráða einstaklingar nota vafalaust seðla. Breytum spurningunni aðeins: Í hvers konar (heiðarlegum) viðskiptum fengi fjárráða einstaklingur greitt í seðlum?


P.s.
Tvö fyndin myndbönd af netinu:
The Landlord, Worst TV Figth Ever

7 Comments:

Blogger T said...

Ég nota alltaf seðla.

fimmtudagur, 26 júlí, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Það getur bara þýtt tvennt:

1. Þú stundar svarta atvinnustarfssemi.
2. Þú ert ekki fjárráða og Palli lætur þig stundum fá peninga til þess að kaupa mat fyrir sig.

Hvort er það?

fimmtudagur, 26 júlí, 2007  
Blogger T said...

Númer tvö.

fimmtudagur, 26 júlí, 2007  
Blogger Palli said...

Haha, en sú vitleysa. Ég myndi aldrei láta Tomma fá peninga. Menn láta Tomma fá peninga og Tommi lætur mig svo fá peningana frá mönnunum. Og einstaka konum.

föstudagur, 27 júlí, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Þegar ég var úti var ég alltaf með seðla. Það var bara vegna þess að búðir eru leiðinlegri gagnvart kortum stundum í Skotlandi.
Þegar ég er hérna heima nota ég aldrei seðla og reiðufé því þá getur maður verið með miklu nettara veski.

föstudagur, 27 júlí, 2007  
Blogger Geir said...

Ég hef það fyrir reglu að borga með reiðufé þar sem mig grunar að fénu sé stungið undan skatti. Svört atvinnustarfsemi er góð fyrir samfélagið.

sunnudagur, 19 ágúst, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Ertu þá að hugsa dæmið þannig:

Meiri svört vinna = minni peningur sem endar í vösum ríkisins (í formi skatta) = minni umsvif ríkisins

þriðjudagur, 21 ágúst, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home