þriðjudagur


Jóakim Aðalönd


Í Andabæ kann ég best við Andrés og Jóakim. Ég hrífst að breyskleika þeirra; maður skilur þá svo vel. Það er samt eitt í fari Jóakims sem ég hef aldrei almennilega náð að gúddera: Þrá hans í peninga.

Jú. Ég veit vel, að það er háttur auðkýfinga að vilja sölsa undir sig meiri auði. En árátta Jóakims virðist vera af allt öðrum toga. Á meðan venjulegir auðjöfrar geyma peninga sína inn á bankareikningi, geymir Jóakim þá í risastórum geymi þar sem hann getur horft á þá öllum stundum. Hann þekki þá meira að segja alla með nafni. Hversu klikkað er það?

Teiknimyndasaga lýsir ágætlega sambandi Jóakims við peninganna

Hann á heima í peningatankinum. Hann dreymir peningana. Á hverjum degi baðar hann sig upp úr þeim. Öðruvísi er hann skítugur. Hann er með peninga á heilanum. Hann gjörsamlega elskar þá!

Þetta er mergur málsins. Þetta er það sem fer öfugt ofan í mig. Á meðan aðrir milljónamæringar fá kikk út úr völdunum sem peningarnir færa þeim, virðist Jóakim fá sitt kikk út úr lostablöndnu samneyti við aurana og krónurnar. Það er bara sjúklegt.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er rétt hjá þér Jóhannes að Jóakim er haldinn Moneyitis eða peningasýki en ég held að það stafi helst af þeim minningum sem hver aur hefur að geyma. Hélt lengi vel að þetta væru bara peningar úr ævintýrum Jóakims en þó eru oft sýndir peningabílar sem koma drekkhlaðnir margir á dag með reiðufé en sjaldnast eða aldrei sem þeir fara frá tankinum, undarlega rúmgóður tankur. Held að hann eigi að vera rúmhektari, passar það?

Einnig man ég eftir sögu þar sem Georg bjó til vél sem flokkaði alla peninganna í tankinum og staflaði þeim í hrúgum eftir gerð og gildi, þetta hugnaðist Jóakim þó ekki og varð hann fljótt þunglyndur því hann gat ekki baðað sig í peningunum.

miðvikudagur, 29 ágúst, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Já, nákvæmlega. Ef hann getur ekki baðað sig í peningunum verður hann þunglyndur. Það er eitthvað sjúkt við þetta.

Rúmhektar segir þú. - Það gæti vel passað. Mér finnst alla vega eins og ég hafi heyrt þetta áður.

miðvikudagur, 29 ágúst, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég meina, það er ekkert gaman að skoða peningana í tímaröð. Honum finnst bara gaman að taka upp pening af handahófi og rifja upp minningarnar sem honum tengjast. Auðvitað er það frekar sjúkt..

Rúmhektari hljómar mjög kunnuglega, held að það passi.

Ég las annars skemmtilega bók sem heitir eitthvað eins og Life and Times of Scrooge McDuck og er eftir Don Rosa (sem gerir flottustu Jóakims sögurnar). Sá hana í Nexus og var að hugsa um að gefa Helga hana í afmælisgjöf. Bráðskemmtileg bók þar sem farið er yfir yngri ár Jóakims þar til hann varð eins og við þekkjum hann í Andabæ.

föstudagur, 31 ágúst, 2007  
Blogger Palli said...

Tommi á einmitt Life and Times. Hún er mjög fín, samt bara "ævisögur", sem voru í sérstakri framhaldsseríu. Don Rosa skrifaði líka skemmtilegustu ævintýrin. Það eru sögur eins og kassalöguðu eggin og gullna borgin og svoleiðis. Hef ekki rekist á aðrar Don Rosa sögur (nema að mig minnir að ég hafi séð eitthvað á Dönsku).

föstudagur, 31 ágúst, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú það eru 2 bækur um ævintýri Jóakims á yngir árum annars vegar LAT og svo companion sem mér fannst nú ekki bæta miklu við.
Skemmtilegasta atriðið sem mér fannst úr þessum ævintýrum er þegar Jóakim fellir tvo stálstrompa á casino fljótabát svín gaursins, gjörsamlega rústar pleisinu. mjög kúl. einnig sagan af kassalöguðu eggjunum.
Spurningin þó hvort Jóakim eigi erfingja því það er ein sagan sem endar á því að hann og Gullbrá (Goldie) kela í kofanum á gullskikanum?

föstudagur, 31 ágúst, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Reyndar stendur á Wikipediu að Jóakim eigi að deyja 1967, þá hundrað ára gamall, skv. unofficial timeline of Don Rosa.
Er þá bara draugur sem er að stjórna?

föstudagur, 31 ágúst, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Draugur að stjórna? Mmm... Finnst það ólíklegt. Á móti kemur að hann er 130 ára, sem hljómar líka ólíklega.

Annað: Hét dúfan hans Jóakims ekki Gullveig? Það er eins og mig minni það.

mánudagur, 03 september, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég náði mér í á tölvutæku formi bunch af Don Rosa sögum. Fann samt ekki eina ákveðna sem ég var að leita að. Vildi að það væri gefin út Don Rosa Complete eða eitthvað þannig.

mánudagur, 03 september, 2007  
Blogger Thor said...

Hvað ætli 100.000 krónur taki mikið pláss?

Hvað ætli maður þurfi margar krónur til að fylla sundlaug?

Bara pæling

föstudagur, 07 september, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home