Mannanöfn?
Grímur, Ernir, Garðar, Steinar, Úlfar, Björg og Birnir. Eru þetta nöfn á mönnum? Ég er ekki viss. En hitt veit ég, að...
þetta eru úlfar
þetta eru björg
þetta eru birnir.
Öll nöfnin eru líka til í eintölu, fyrir utan Garðar og Björg. Ég þekki engan Garð eða Bjarg.
Útúrdúr: Er það vitleysa í mér, en stendur Garðar Cortes undir nafnbótinni Óskabarn þjóðarinnar? Ég heyrði það í útvarpinu um daginn. Hvað hefur maðurinn gert til að verðskulda þennan titil (fyrir utan að hafa sungið í einhverri verslun í Birmingham)?
Útúrdúr: Er það vitleysa í mér, en stendur Garðar Cortes undir nafnbótinni Óskabarn þjóðarinnar? Ég heyrði það í útvarpinu um daginn. Hvað hefur maðurinn gert til að verðskulda þennan titil (fyrir utan að hafa sungið í einhverri verslun í Birmingham)?
6 Comments:
haha hí á fólk í fleirtölu, Örvar/Ör
Fleirtölu nöfn pirra mig ekkert svakalega. Hins vegar er eitt nafn sem ég gjörsamlega skil ekki:
Vagn
Af hverju?
Vagn fær í það minnsta að vera í friði um hverja Helgi.
Örvar: Hahaha! Örvar! Hvílíkt og annað eins furðunafn! Þetta eru örvar.
Palli: Ég er sammála þér. Vagn er alveg fáránlegt nafn. Ég segi eins og þú: Af hverju?
Helgi: Já, Vagn er heppinn. Hann getur hvílt sig um helgar (eftir að hafa ekið bæinn þveran og endilangan alla vikuna), á meðan þú þarft að lifa í stöðugum ótta. Það er ekki gott að heita helgi. - Hvernig var það annars, ætluðum við ekki að hittast um næstu helgi?
Classic! Minnir mig á nafnið Dagur! Held að Helgi sé þó skárra. En að heita Helgi Dagur! Það væri killer!
Eða Ágúst. - Það er mánuður, ekki nafn á manni.
Skrifa ummæli
<< Home