mánudagur


Mannanöfn?


Grímur, Ernir, Garðar, Steinar, Úlfar
, Björg og Birnir. Eru þetta nöfn á mönnum? Ég er ekki viss. En hitt veit ég, að...

þetta eru grímur

þetta eru ernir

þetta eru garðar

þetta eru steinar

þetta eru úlfar

þetta eru björg

þetta eru birnir.

Öll nöfnin eru líka til í eintölu, fyrir utan Garðar og Björg. Ég þekki engan Garð eða Bjarg.

Útúrdúr: Er það vitleysa í mér, en stendur Garðar Cortes undir nafnbótinni Óskabarn þjóðarinnar? Ég heyrði það í útvarpinu um daginn. Hvað hefur maðurinn gert til að verðskulda þennan titil (fyrir utan að hafa sungið í einhverri verslun í Birmingham)?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

haha hí á fólk í fleirtölu, Örvar/Ör

þriðjudagur, 21 ágúst, 2007  
Blogger Palli said...

Fleirtölu nöfn pirra mig ekkert svakalega. Hins vegar er eitt nafn sem ég gjörsamlega skil ekki:

Vagn

Af hverju?

þriðjudagur, 21 ágúst, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Vagn fær í það minnsta að vera í friði um hverja Helgi.

þriðjudagur, 21 ágúst, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Örvar: Hahaha! Örvar! Hvílíkt og annað eins furðunafn! Þetta eru örvar.

Palli: Ég er sammála þér. Vagn er alveg fáránlegt nafn. Ég segi eins og þú: Af hverju?

Helgi: Já, Vagn er heppinn. Hann getur hvílt sig um helgar (eftir að hafa ekið bæinn þveran og endilangan alla vikuna), á meðan þú þarft að lifa í stöðugum ótta. Það er ekki gott að heita helgi. - Hvernig var það annars, ætluðum við ekki að hittast um næstu helgi?

þriðjudagur, 21 ágúst, 2007  
Blogger Palli said...

Classic! Minnir mig á nafnið Dagur! Held að Helgi sé þó skárra. En að heita Helgi Dagur! Það væri killer!

miðvikudagur, 22 ágúst, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Eða Ágúst. - Það er mánuður, ekki nafn á manni.

miðvikudagur, 22 ágúst, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home