Sláandi lík
Um daginn sótti ég föt í hreinsun. Konan í afgreiðslunni mældi mig út eins og hún ætti að kannast við mig. Svo spurði hún varlega:
- Ekki ert þú nokkuð sonur hennar Vigdísar?
- Hmm...
Ég reyndi að koma andlitinu hennar fyrir mig, en gat það ekki.
- Bíddu, þekkjumst við?
Spurði ég yfirlætislega.
- Nei, við þekkjumst ekki. En ég þekki mömmu þína og þið eruð lík. Sláandi lík.
- Af hverju finnst þér við vera eins og lík?
Sagði ég dapur í bragði og reyndi að hreyfa mig (í veikri von að ég gæti afsannað þessa furðulegu kenningu).
- Nei, sko, þú ert ekki lík, heldur ert þú lík-ur mömmu þinni.
- Jaaaú. Ok. - Fatta.
Sagði ég og blikkaði hana.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bláókunnug manneskja stoppar mig á götu úti og spyr svona. Það gerðist líka fyrir nokkrum árum síðan á bensínstöðinni utan við Bókhlöðuna. Mér finnst þetta pínulítið merkilegt.
Svo var ég um daginn að skoða gamlar myndir. Þá finn ég eina af sjálfum mér í mestu makindum uppi á trépalli, með augun lokuð fyrir sólinni. Á grasinu fyrir neðan eru systkini mín að leika sér. Myndin meikaði samt engan sens. Ég var a.m.k. 20 árum eldri en systir mín á henni, þó að ég sé í raun réttri í tveimur árum yngri. Þetta gat aðeins þýtt tvennt:
1. Að tímaferðalög séu nær en okkur grunar.
2. Að þetta sé ekki ég, heldur mamma.
Við nánari athugun tók ég eftir því að manneskjan á myndinni var í bleikum sokkum, þannig að við getum svo gott sem útilokað að þetta hafi verið ég (og þ.a.l. einnig drauminn um tímaflakk). Þetta er því að öllum líkindum hún mamma, svona sláandi lík mér.
Um daginn sótti ég föt í hreinsun. Konan í afgreiðslunni mældi mig út eins og hún ætti að kannast við mig. Svo spurði hún varlega:
- Ekki ert þú nokkuð sonur hennar Vigdísar?
- Hmm...
Ég reyndi að koma andlitinu hennar fyrir mig, en gat það ekki.
- Bíddu, þekkjumst við?
Spurði ég yfirlætislega.
- Nei, við þekkjumst ekki. En ég þekki mömmu þína og þið eruð lík. Sláandi lík.
- Af hverju finnst þér við vera eins og lík?
Sagði ég dapur í bragði og reyndi að hreyfa mig (í veikri von að ég gæti afsannað þessa furðulegu kenningu).
- Nei, sko, þú ert ekki lík, heldur ert þú lík-ur mömmu þinni.
- Jaaaú. Ok. - Fatta.
Sagði ég og blikkaði hana.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bláókunnug manneskja stoppar mig á götu úti og spyr svona. Það gerðist líka fyrir nokkrum árum síðan á bensínstöðinni utan við Bókhlöðuna. Mér finnst þetta pínulítið merkilegt.
Svo var ég um daginn að skoða gamlar myndir. Þá finn ég eina af sjálfum mér í mestu makindum uppi á trépalli, með augun lokuð fyrir sólinni. Á grasinu fyrir neðan eru systkini mín að leika sér. Myndin meikaði samt engan sens. Ég var a.m.k. 20 árum eldri en systir mín á henni, þó að ég sé í raun réttri í tveimur árum yngri. Þetta gat aðeins þýtt tvennt:
1. Að tímaferðalög séu nær en okkur grunar.
2. Að þetta sé ekki ég, heldur mamma.
Við nánari athugun tók ég eftir því að manneskjan á myndinni var í bleikum sokkum, þannig að við getum svo gott sem útilokað að þetta hafi verið ég (og þ.a.l. einnig drauminn um tímaflakk). Þetta er því að öllum líkindum hún mamma, svona sláandi lík mér.
10 Comments:
Svona uppákomur eru bara merkilegar ef þú hefur ekki búið upp á landi. Ég man ekki hversu oft ég hef verið beðinn fyrir kveðju til foreldra eða ættingja af ókunnugu fólki sem kynnti sig ekki einu sinni. ;)
Liggur þú á líkbörum á myndinni? Var þetta þá ekki rétt hjá mér?
Efnalaugarkonan
Svansson: Fólk út á landi er svo furðulegt. Ég þekki einn mann sem var alinn upp af hestum. Hversu klikkað er það?
Efnalaugakona: Þetta er athyglisverð kenning. Eftir að þú flíkaðir hana er ég búinn að fletta í gegn um öll gömlu myndaalbúmin mín og kemur ekki í ljós að á öllum myndunum birtist ég sem liðið lík. Til dæmis lá ég á gólfinu á fermingarmyndunum mínum, búið að teikna hvítar línur í kring um líkama minn. Mjög furðulegt (samt ekki jafnfurðulegt og hesta-barnið. Það er alveg klikkað).
Já ég er alltaf að ruglast á þér og mömmu þinni Jói. Talandinn hjá ykkur er líka svo líkur og þessi létti gjallandi hlátur einnig.
Ég mæli samt með smá MJ til að ná tengslum við þitt innrasjálf: http://youtube.com/watch?v=LbvP7dT3Dx0
Einnig vil ég kommenta að Nick var ættaður frá Þýskalandi en teiknimyndirnar talsettar á dönsku, hér má sjá wikipeidu síðuna á þýsku http://de.wikipedia.org/wiki/Nick_Knatterton
Það er þó eitt atriði sem situr fast í mér, Nick er að æfa sig heima á boxgínu sem er með andlit bófa. Síðan tekur hann hausinn af og maður sér fullt af hausum en undir tjaldi sést móta fyrir 3 hausum sem við fáum ekki að vita hverjir eru, spúký dæmi?
Og hér er hún á ensku:
http://en.wikipedia.org/wiki/Nick_Knatterton
Ég man eftir þessu Nick Knatterton atriði. Hausarnir voru af pólitíkusum sem Nick hafði andstyggð á. Þegar hann var reiður dró hann þá fram og fékk útrás. - Ástæðan fyrir því að við fengum ekki að sjá hausana var s.s. af pólitískum ástæðum.
p.s.
Myndbandið var gott.
Já ég hélt það einna helst, þessar teiknimyndir eru auðvitað frá tímum kaldastríðsins.
Eins og við!
Ég á einmitt allar Nick Knatterton teiknimyndirnar á þýsku. Þarf bara að vera betri í þýsku til að njóta þeirra til fulls.
Skrifa ummæli
<< Home