þriðjudagur

Dansaður drengur, dansaðu!

Að dansa. Það er nokkuð sem ég get ekki. Ég verð of var um mig. Hvað ef einhver er að horfa? Það væri glaaatað.

Og af hverju ætti ég að dansa? Af hverju ætti ég að tapa sinni mínu og ráði, vegna þess að ég heyri einhverja tóna? Það er langt frá því að vera sjálfgefið.

Sumir geta ekki hamið sig. Um leið tónlistin byrjar, eru þeir komnir út á gólf. Fara jafnvel upp á stóla eða borð. Þeir ráða ekki við sig. Losa um bindið, hneppa frá. Eitt leiðir af öðru, og þarna eru þeir, einir uppi á borði, berir að ofan, að dilla bossanum út í loftið og Prince er í græjunum. - Kommooon!

En, ok. Ok. Maður má ekki vera svona neikvæður.

Ástæðan fyrir þessari bjánalegu þörf er mjög djúpstæð. Mannfólkið getur ekkert gert til að losna undan henni, enda er hún ofinn inn í grunneðli þess. Dansinn (og tónlist Prince) er nefnilega eina leið kynjanna til að stíga í vænginn hvort við annað. Þannig hefur það alltaf verið [1].

En ég spyr: Þarf þetta að vera svona? Af hverju er þetta ekki eins og hjá dýrunum? Þá er oftar en ekki nóg fyrir karldýrið að ná kvendýrinu. Svo einfalt er það. Ég sé fyrir mér stelpur tala saman:
Stelpa #1: Hvernig kynntistu Tuma?
Stelpa #2: Jahh... Þetta var árið 1998. Ég var á gangi á Skólavörðuholtinu og skyndilega byrjaði hann að elta mig. Hann náði mér rétt hjá Bernhöftsbakaríi og við höfum verið saman síðan þá.
Stelpa #1: Jónatan náði mér í hjá Olíutönkunum úti á Granda árið 1991 [andvarpar þungt]. Það verður nú seint sagt að hann Tanni minn sé mikill rómantíker.
Stelpa #2: Oseisei...
Eða eins og hjá öðrum dýrategundum. Þá hreppir sá hnossir, sem nær að gera sig hvað rauðastan í framan. - Ég get gert mig ansi rauðan í framan. Af hverju er það ekki málið?

Jæja, jæja. Ég get svosem litlu breytt um þetta nú. Örlög mín voru að fæðast í líkama manns. Ég verð bara að taka því. Ég verð bara að gera mér dansinn að góðu (og vona að einhver taki eftir því hvað ég er rauður í framan).


[1]
Nema á miðöldum. Þá var bannað að dansa. Þetta er eitthvað sem ráðamenn nútímans mættu taka sér til fyrirmyndar. - Vilhjálmur Vil gæti e.t.v. kynnt hana í blöðunum fyrir mig, enda veitir honum ekki af góðum hugmyndum.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nú nokkuð viss um að ég hef séð einhverja fugla dansa í dýralífsþáttum með Rowan Atkinson. Þess vegna dansaði ég alltaf eins og fugl á mínum djamm og dansi árum.

Ekki væri það betra ef þetta væri eins og hjá ljónunum, þar sem sá sterkasti fær yfirráð yfir öllum ljónynjunum þangað til hann verður of gamall og yngra ljón ryður honum frá völdum.

miðvikudagur, 19 september, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Mig langar samt til að spyrja þig, ágæti náttúrufræðingur, leið þeir aldrei eins og kjána þegar þú tókst sveifluna að hætti fugla?

Svona dansa fuglarnir í Rowan Atkinson þáttunum. - Fannst þér þetta aldrei pínu furðulegt?

En þú talar líka um ljón. Ég er sammála þér þar. Ef við tækjum upp hætti þeirra væri örugglega hundleiðinlegt að vera til. Hjalti Úrsus með öllum gellunum í bænum og við ræflarnir heima að spila Lúdó. Það væri ekkert gaman.

Samt held ég að allt sé skárra en leið sniglanna. Þeir eru alveg klikkaðir.

miðvikudagur, 19 september, 2007  
Blogger Jón said...

gamli píetisminn

fimmtudagur, 20 september, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þarf að sýna þér Helíumtilraunir mínar bráðum.

föstudagur, 21 september, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Jón: Píetisminn? Ertu að tala um Piet Hein? Ég er ekki nokkru nær.

Efnafræðingur: Já. Þú þarft að sýna mér þessar tilraunir þínar, það er alveg ljóst.

(Verð að segja, að ég er nokkuð ánægður með þann áhuga sem fræðimenn hafa á síðunni minni. Ég Þyrfti kannski að spila aðeins meira inn á það).

föstudagur, 21 september, 2007  
Blogger Palli said...

Ég er mikill áhugamaður um dýralífsþætti, og þegar ég las að Rowan Atkinson hefði gert svoleiðis fylltist ég gleði og undrun. Var Blackadder að skoða fugla? Eða Mr Bean að rannsaka ljón? Þetta langaði mig að sjá.

Það að einhver náttúrufræðingur héldi þessu fram gaf þessu þeim mun meira vægi, og að Jói tæki undir þetta gat ekki annað verið en að þessir þættir hefðu farið framhjá mér.

Skammist ykkar! Fræðimenn eiga ekki að ljúga að okkur almúganum!

sunnudagur, 23 september, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Ég sé að Palli stóðst greindarprófið sem ég og líffræðingurinn stóðum fyrir. Til hamingju með það!

mánudagur, 24 september, 2007  
Blogger Palli said...

Takk. Þú skuldar mér ennþá gleymérey!

mánudagur, 24 september, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Já. Þú mátt fá hana hvenær sem er.

mánudagur, 24 september, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home