Mensa
Ég tók tuttugu mínútna greindarpróf. Tólf spurningar. Ef ég hefði náð að svara tíu rétt, hefði ég öðlast réttindi til þess að stjórna Mensa-prófunum. Það tókst ekki. Demmit!
Ég svaraði átta spurningum rétt. Nú veit ég að alls kyns fræðimenn lesa síðuna mína og er forvitinn að sjá hvað þeir skora hátt. Hér er prófið. Endilega kommentið.
Ég tók tuttugu mínútna greindarpróf. Tólf spurningar. Ef ég hefði náð að svara tíu rétt, hefði ég öðlast réttindi til þess að stjórna Mensa-prófunum. Það tókst ekki. Demmit!
Ég svaraði átta spurningum rétt. Nú veit ég að alls kyns fræðimenn lesa síðuna mína og er forvitinn að sjá hvað þeir skora hátt. Hér er prófið. Endilega kommentið.
16 Comments:
Ég fékk 12...
Ég fékk líka 12. - Hvaða spurningar voru það sem þú gast ekki svarað?
Fékk 10 rétta á 10 mínútum.
Tók testið í tíma!
Wow! Ég ráðlegg þér að hugleiða það alvarlega að gerast Mensa-prófstjóri. Í alvöru. Það er þess virði.
Ég verð nú að játa það, að ég er pínulítið skúffaður yfir því að allir sem eru að kommenta hafi fengið hærra en ég á þessu prófi. - Þetta var ekki beint létt (eða er ég kannski einn um að finnast það?).
Átta hér. Við getum stofnað klúbb Jói.
Já. Og merkið okkar væri 8, búin til með höndunum.
hvað meinarðu með prófstjóri? Sitja við skrifborð og þusa um hvað unga fólkið í dag eru miklir hálfvitar?
9 rétt
Helgi: Á vefsíðunni segir, orðrétt:
Score 10-12: You ought to manage the Mensa IQ test (iq > 130).
Ég get ekki betur séð en að þeir séu aðallega að tala um yfirsetu af einhverju tagi. - Eða, hvað heldur þú? Þú ert náttúrulega heilinn.
Jón: En það er ekki nóg... Það þarf tíu til þess að fá að stjórna Mensa-prófunum, því miður.
Kannski er manage notað í merkingunni: ráða við.
Ég held að það þurfi ekki 130+ til að rétta fólki blaðsnepil og blýant og segja gjörðu svo vel, sitja svo yfir þeim þar til þú segir: tíminn er búinn eftir þrjár, tvæææær, einaaaa, BÚIÐ. Skilaðu prófinu. Takk. Svo stingurðu prófinu inn í tölvu sem segir: þetta er bara vitleysingur.
Þú snýrð þér að fórnarlambinu og segir: sorrí, þú náðir ekki lágmarkinu okkar.
Þá spyr hann: Hvernig veist þú það?
Og þú svarar: Ég er með meira en 130 í greindarvísitölu.
Hann(niðurlútur, rændur sjálfsblekkingunni): ái.
Sáuð þið hvernig Guðmundi Jóni tóks með lævísi að komast hjá því að svara spurningunni um hversu hátt hann fékk á prófinu.
Merkilegt!
Vel athugað Thor. Hann svarar ekki spurningunni.
Gummi: Þú verður að gefa það upp hvað þú fékkst. Öðruvísi veit ég ekki hvort ég á að taka mark á þessari meinlegu athugasemd þinni (en ég var að ákveða það, að hér eftir ætla ég ekki taka mark á neinum sem fékk lægra en ég á prófinu).
En ég gæti sagt hvað tölu sem er án þess að þið gætuð afsannað það. Þess vegna er ég á móti öllum svona svokölluðum "greindarprófum". Þau geta af sér lygar og stærimennsku sem leiða til óhamingju og siðblindu. Þar að auki mæla þau ekki visku, en þar myndi ég nefnilega sprengja skalann.
Ég fékk 10. Hærra en ég átti von á. Fannst nokkur vera hálfgerð gisk hjá mér. Auðvitað educated guesses en samt..
Skrifa ummæli
<< Home