Randver
Ok. Bara svona til þess að taka það fram einhvers staðar, að þá var það Guðmundur Jón sem átti heiðurinn af síðustu færslu. Hér er síðan hans. Hún er sniðug.
En talandi um sniðugheit: Veit einhver af hverju Randver Þorláksson var látinn fara? Eitthvað hlýtur að hafa gerst. DV sagði á forsíðu sinni, að þeir ætluðu að birta ,,alla söguna". Það eina sem þeir sögðu, var að Spaugstofubræður hefðu ekki allir sopið eitt kál í þessum slag. - En það var nú eiginlega augljóst.
Ég held að hann hafi verið rekinn, vegna þess að hann er ekkert fyndinn. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar. Bróðir minn hitti naglann ágætlega á höfuðið þegar hann sagði, að það eina sem var fyndið við Randver var nafnið hans - og það er eiginlega ekkert sérlega fyndið. Meira svona broslegt. - Sammála.
En, já. Ef einhver er með skúbb á þetta, má hann endilega skjóta því inn í kommenta-kerfið. Ég er forvitinn.
4 Comments:
Samkvæmt mínum heimildum ætluðu þeir að búa til nýtt intró fyrir þættina þar sem öll nöfnin hlutu sitt eigið rím. Pálmi varð Pálmi vegartálmi, Örn varð Örn görn, Karl Ágúst varð jarl á þúst og svo Siggi niggi (en þá birtist einmitt mynd af honum með afró, mjög ósmekklegt að mínu mati).
Þeir gátu ekki fundið eitt einasta nafn sem rímaði við Randver þannig að þeir neyddust til að velja milli hans og þessa intrós, sem að þeirra sögn er það mest nýskapandi sem þeir hafa gert seinustu tvö árin.
Randver reyndi að verja stöðu sína með tillögum eins og Randver hlandþver/gandfrer/brandger/standard (mjög langsótt)/annmér.
Að lokum var hann orðinn svo örvæntingarfullur að hann lagði til að Randver yrði rímað við randver. Hinir spaugstofararnir samþykktu enga þessara tillagna og plötuðu Boga Ágústsson til að færa Randveri slæmu fréttirnar.
Bogi hélt að hann væri að taka þátt í falinni myndavél og varð frekar illur út í Spaugstofumenn þegar hann komst að því hvernig í pottinn var búið, enda hafði hann hlegið sig máttlausan þegar Randver fór að hágráta.
Þetta er útgáfan sem ég hef frá nafnlausum heimildarmanni og ég stend við hana. Ef Randver heldur öðru fram, er hann að ljúga.
Það er hellingur sem rímar við Randver:
- landher
- gangster
- hlandker
- Adam Sandler
- grandvar
- vandger
- handler (enska og þýðir kaupmaður)
- blandvél
- Ole Gunnar Solskjær
- handsver
og svona mætti lengi telja...
Fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyrir Randver er einmitt gangster.
ps. laumaðu Valsmyndinni inn!
Ég heyrði að Randver væri bara out of control!
Færgðin hefur ekki farið vel með hann gegnum árin.
Hann er alltaf út úr heiminum á spítti og kóki og geri ekkert annað en að hanga niðri í bæ og höstla smástelpur.
Ég frétti af honumfyrir skemmstu hér í DK. Hann labbaði upp að einhverjum og spurði á bjagaðri dönsku "har dú narkó?". Þegar aðilinn reyndi að koma sér undan hrópaði hann "veistu ekki hver ég er? Ég er Randver" og svo "hey þetta rímar, djöfull er ég awesome".
Þeir láku hinni ástæðunni til að hylma yfir eiturlyfjabölið.
Skrifa ummæli
<< Home