þriðjudagur

Aumingja Villi

Það var erfitt að horfa á
Kastjósið í kvöld. Vilhjálmur borgarstjóri og Bjarni Ármannsson ræddu um mikilvægt minnisblað sem sá fyrrnefndi ber af sér að hafa séð. Vilhjálmur segir ítrekað, að hann hafi enga hagsmuni af því að ljúga til um að hafa ekki séð þetta minnisblað. Það er ekki rétt. Trúverðugleiki hans liggur undir.

Ég veit ekki hvað er rétt og hvað ekki, en þetta lítur ekki vel út fyrir Villa. Ósköp fann ég til með honum í þessu viðtali. Hann minnti mig á gamlan karl sem kvartar sáran yfir matnum sínum, en enginn hlustar á og tekur alvarlega. Ég held að Vilhjálmur sé bara geim over.

Björn Ingi líka. Hann er algjörlega búinn að klúðra öllu. Framsókn er ekki nærri því jafnsterk og þegar hún var með Sjálfstæðisflokknum. Þá gat hún alla vega hótað því að slíta samstarfinu (og fara í samstarf við stjórnarandstöðuna), ef mál hennar næði ekki fram að ganga. Núna getur Framsóknarflokkurinn það ekki. Ofan á það, má gera ráð fyrir að ~helmingu borgarbúa leggi á hann fæð fyrir þennan bjánaskap. Það hlýtur að vera erfitt.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Björn Ingi er bara Júdas..
Villi er maðurinn, Reykjavík er staðurinn..

nee ekki alveg

kv. Sif

sunnudagur, 21 október, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Ég veit eiginlega ekki lengur hvað mér á að finnast um þetta mál. Ég hef eiginlega ekki neinar forsendur til þess að tala um það.

Mér fannst samt Villi aldrei góður borgarstjóri. Var alveg taktlaus (e. footloose).

mánudagur, 22 október, 2007  
Blogger Geir said...

Engan kaldan bjór, engar heitar gellur, engan volgan bjór á heitum spilastöðum. Maður var amk ekki með kjörhitastig sitt á hreinu!

mánudagur, 22 október, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home