Gott grín í boði Arnolds
Ég sá heimildamyndina Pumping Iron í gær, þar sem vaxtarræktarmanninum Arnold Scwartzenegger er fylgt eftir. Þar segir hann frá vangaveltum sínum um vaxtarrækt og hvað það er sem þarf til þess að vera sigurvegari. Það sem kom á óvart var hversu andlegi þátturinn virtist vega þungt. Hann sagði frá því hvernig hann kom fyrir steinum í götur keppinauta sinna, með því að gefa þeim fölsk ráð.
Til dæmis sagði hann einu sinni þýskum keppinaut sínu, að það nýjasta nýja í vaxtarræktarbransanum væri að öskra þegar maður kreppti vöðvana: Ef maður kreppir vöðvana hátt á lofti, átti öskrið að vera skrækt. Ef hnyklið fór fram neðarlega, átti röddin að vera bassakennd. – Það fór svo, að Þjóðverjinn tók ráðleggingum Arnolds og steig á stokk með tilheyrandi látum.
Þessi nýi stíll fór að sjálfsögðu öfugt ofan í alla, og Þjóðverjinn hlaut ekki verðlaun fyrir frammistöðu sína. En Arnold vann, að sjálfsögðu.
Þetta er gott grín.
Ég sá heimildamyndina Pumping Iron í gær, þar sem vaxtarræktarmanninum Arnold Scwartzenegger er fylgt eftir. Þar segir hann frá vangaveltum sínum um vaxtarrækt og hvað það er sem þarf til þess að vera sigurvegari. Það sem kom á óvart var hversu andlegi þátturinn virtist vega þungt. Hann sagði frá því hvernig hann kom fyrir steinum í götur keppinauta sinna, með því að gefa þeim fölsk ráð.
Til dæmis sagði hann einu sinni þýskum keppinaut sínu, að það nýjasta nýja í vaxtarræktarbransanum væri að öskra þegar maður kreppti vöðvana: Ef maður kreppir vöðvana hátt á lofti, átti öskrið að vera skrækt. Ef hnyklið fór fram neðarlega, átti röddin að vera bassakennd. – Það fór svo, að Þjóðverjinn tók ráðleggingum Arnolds og steig á stokk með tilheyrandi látum.
Þessi nýi stíll fór að sjálfsögðu öfugt ofan í alla, og Þjóðverjinn hlaut ekki verðlaun fyrir frammistöðu sína. En Arnold vann, að sjálfsögðu.
Þetta er gott grín.
1 Comments:
Ég hef einmitt séð þessa mynd og fannst þetta geðveikt fyndið. Hann er ótrúlega lúmskur. Alltaf að fokka hinum gaurunum upp svona. Líka kannski segja eitthvað eins og "bíddu, er ekki þessi vöðvi aðeins stærri hægra megin?" og þess háttar. Man einmitt eftir þessu með að öskra, fáránlega fyndin pæling.
Skrifa ummæli
<< Home