miðvikudagur


Jesús

Var hann til? Ég held það.

Ég held að hann hafi verið frekar sniðugur gæi. Mikill sölumaður, svo mikið er víst. Hann hefur talað af mikilli sannfæringu og komið vel fyrir. Fólki hefur þótt hann hrífandi og spakur. Ræðurnar hafa vafalaust verið kynngi magnaðar og snjallar. Ég sé fyrir mér að hann hafi talað af mikilli andagift. Orðin komið sjálfkrafa til hans, og nánast oltið út úr honum yfir hópinn, sem horfði á fullur aðdáunnar.


Ég held að hann hafi ekki verið hrappur í þeim skilningi, að hann hefur örugglega trúað öllu því sem hann boðaði sjálfur; hann var ekki vísvitandi að blekkja neinn. Það hefur verið tuggið ofan í hann á unglingsárunum, að hann væri sonur Guðs. Í uppreisn við foreldra sína hefur hann þrjóskast við að trúa því og heimtað að fara í iðnskóla. Sem hann gerði. Seinna hefur hann orðið fyrir uppljómun af einhverju tagi (ætla ekki að segja frelsun) og kosið að trúa dellu foreldra sinna. Og þá upphófst ævintýrið.

Ef lýsa ætti Biblíunni með einni setningu, væri það: Smiður fer í ferðalag, eignast góða vini og lendir í alls kyns ævintýrum.

Ég held að þetta hafi nokkurn veginn verið svona. Hann ferðaðist á milli, hélt ræður og lenti í ævintýrum. Svo hafa ræflarnir sem fylgdu honum um hvert fótmál ýkt afrek hans og sögurnar fóru á kreik. Svo var hann tekinn af lífi á hápunkti ferils síns, en goðsögnin lifði áfram. - Rétt eins og John Lennon. Hann dó ungur og töff. Þannig verður hans alltaf minnst. Paul McCartney var einu sinni ungur og töff. Hann hélt áfram að lifa, varð algjör lúði og þannig mun minning hans verða.

Jesús - töff

Paul McCartney - ekki töff

Þetta er nú ljóta vitleysan. Eftir því sem ég skrifa meira, fjarlægist ég það sem ég ætlaði upphaflega að skrifa um. Ég ætlaði að feisa Palla, sem dregur það í efa að Jesú hafi verið til. Ég nenni því ekki úr þessu. Palli: Þú getur lesið þetta.

Niðurstaða dagsins í dag: Jesú var örugglega frekar góður gæi.
Niðurstaða morgundagsins: Guð er vondur gæi.

P.s.
Ohh... Ég hefði átt að skrifa um delluna í Ólafi Ragnari. Hvílíkt hringl.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég vissi það! Jesús er svartur eins og sést á myndinni. Svo hatar hann ekki blingið. Annars mæli ég algjörlega með þessu video-i með J-Diddy . Alveg í rétta stílnum.

Þú talaðir líka einhvern tíma um að Biblían í einni stuttri setningu væri um smið sem meikar það. Fannst það alltaf fyndið.


ps. Palli: feis!

fimmtudagur, 11 október, 2007  
Blogger Palli said...

Vá þvílík heimild Jói!

Mission Statement of Got Questions Ministries:

"Got Questions Ministries seeks to glorify the Lord Jesus Christ by providing Biblical, applicable, and timely answers to spiritually-related questions through an internet presence."

Mjög hlutlaus eða þannig. Af hverju vitnaðir þú ekki bara í nýja testamentið? (feis)

Annars getur vel verið að Jesús sem slíkur hafi verið til. En þá trúi ég því að hann hafi verið afleiðing mannlegrar bólfarar og allar yfirnáttúrulegar sögur af honum stórlega ýktar.

Ef hann gerði allt sem honum er eignað hlýtur að hafa verið talað meira um hann en það var gert í skrifum frá þessum tíma.

Sögurnar af Jesú eru líka svo skrítnar. Hann framkvæmir kraftaverk af handahófi, aldrei sama dæmið, svo að það verði ekki þreytt (Houdini anyone?).

Hann lífgaði til dæmis einhvern gaur við. Af hverju hann? Hann hlýtur að vera merkilegur gaur. Af hverju fékk hann ekki lærisveina sjálfur og fór að breiða út boðskapinn? Var þetta ekki það sem var gert við Jesú í endann á sögunni, og ástæðan fyrir því að fólk tilbiður Jesús í dag?

Er þetta eini gaurinn sem hann lífgaði við? Reyndi hann að lífga fleiri við en tókst ekki? Var bara pláss fyrir eitt kraftaverk af hverri tegund í biblíunni?

fimmtudagur, 11 október, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

fimmtudagur, 11 október, 2007  
Blogger Palli said...

Já hvað?

fimmtudagur, 11 október, 2007  
Blogger Guðmundur Jón said...

Helsta ástæðan fyrir öllu þessu rugli kringum biblíuna er sú, að fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir því, að biblían átti upprunalega að vera trílógía í anda Hringadróttinssögu.

Guð var langt kominn með þriðja hlutann þegar Tolkien byrjaði á sinni bók og þá sá Guð hvert stefndi (enda alvitur) og missti alla trú á sjálfum sér sem rithöfundi, enda voru hvorki álfar né hringvomar né seiðkarlar í þriðja bindinu.

Þá lét Guð allt fara rækilega til fjandans (seinni heimsstyrjöld) en jafnaði sig þó að lokum (ég fæddist).

Nú er hann byrjaður á nýju uppkasti af þriðja bindinu, sem mun bera nafnið REVENGE OF THE ARCHWIZARD og fjallar um upprisu Krists (Jesú). Hann hefur tekið sér nafnið HOLY CHRIST og snýr aftur í framtíðinni á nýlendu mannkynsins í útnára sólkerfisins. Hann er vopnaður galdrastaf sem hann hjó úr krossinum og er með svona infrarautt einglyrni eins og gaurarnir í City of Lost Children.

Ólíkt fyrirrennurunum mun þessi vera myndskreytt af himnaföðurnum og eingöngu fáanleg á netinu.
Ég veit ekki um ykkur, en ég hlakka til.

Hann segist munu klára hana á næstu dögum, en tímaskyn hans er eitthvað ruglað. Eins og kemur fram í Gamla testamentinu, eru þúsund ár fyrir honum eins og einn dagur og einn dagur eins og þúsund ár. Þannig að ég ætla ekki að halda niðri í mér andanum.

fimmtudagur, 11 október, 2007  
Blogger Palli said...

City of the Lost Children rokkar. Get ekki beðið.

fimmtudagur, 11 október, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Kriz: Þett myndband er gott. Ég hef séð eitthvað af þessu áður og fannst þetta stöff líka helvíti gott þá.

Palli: Hann lífgaði við vin sinn Lasarus, en ég held að hann hafi líka lífgað einhvern við sem lá í líkkistu. Og einhverja litla stelpu. Og náttúrulega sjálfan sig (því hann dó á krossinum, en reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum). Þannig að enn og aftur hefur þú rangt fyrir þér.

GJA: Þú varst í kaþólskum skóla. Þú ættir að geta svarað þessu: Það er sagt að Guð geti allt. Ekki satt? Ok. Ég var að spá, getur hann osmósað? Og ef svo er, myndi hann skreppa saman ef hann yrði settur í saltlausn? Eða er hann með svona valgegndræpa húð?

fimmtudagur, 11 október, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Kriz: Ég held að ég hafi meira að segja séð eitthvað af þessum myndböndum á síðunni þinni, svona þegar ég hugsa um það.

fimmtudagur, 11 október, 2007  
Blogger Guðmundur Jón said...

Nei, Guð getur ekki osmósað. Annars væri mjög einfalt fyrir hann að kristna alla sem gengju inn fyrir kirkjunnar dyr.

Mér finnst ólíklegt að hann skreppi saman í saltlausn, enda er 75% af yfirborði jarðar þakið saltvatni. Það gæti samt skýrt það, hvers vegna hann virðist vera fastur í miðvesturríkjum USA, sem allra lengst frá hafinu. Hmmm...

föstudagur, 12 október, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Palli: hahaha

Jói: Passar, fólk bara horfir ekki alltaf á það sem ég set þar. Þ.a.l. ákvað ég að minna á þetta.

föstudagur, 12 október, 2007  
Blogger Palli said...

Hvenær varð það sem þú heldur að sannleik Jói? Hef ég rangt fyrir mér af því að þú heldur hann hafi lífgað einhverja lúða við? Var ég að halda einhverju fram sem er öfugt við það sem þú heldur?

Ég lagði fram einfaldar spurningar sem enginn hefur ennþá svarað fullkomnlega.

laugardagur, 13 október, 2007  
Blogger Palli said...

Hann virðist hafa lífgað 3 manneskjur við. Heimild. En þá er spurningin: Af hverju lífgaði hann fólkið við? Ef það var gott fólk var það í himnaríki og örugglega ekki sátt við að koma aftur til jarðarinnar. Ef það var í helvíti, af hverju var þeim bjargað frekar en öðrum.

Þetta er allt of RANDOM. Ef maður var nógu heppin til að hitta Jesús þá fékk maður lækningar og allt mögulegt (án background check) en ef maður býr í næsta sveitafélagi ertu FUCKED. Svona lagað pirrar mig geðveikt!

laugardagur, 13 október, 2007  
Blogger Palli said...

prófum aftur: Heimild

laugardagur, 13 október, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home