Mogginn er með frétt í dag:
Æ meira um vansköpunHvaðan kemur þessi 30 sekúndna pæling? Hún er algjört drasl. Segir manni ekkert, nema það að Kína er stórt land. Ef sama tölfræði gilti um minni lönd, til dæmis Ísland, myndi fréttin hljóða svo:
Vansköpun og öðrum fæðingargöllum hefur fjölgað mjög í Kína eða um heil 40% á aðeins sex árum. Þetta þýðir, að á 30 sekúndna fresti fæðist vanskapað barn í landinu.
Æ meira um vansköpunAthyglisvert.
Vansköpun og öðrum fæðingargöllum hefur fjölgað mjög á Íslandi eða um heil 40% á aðeins sex árum. Þetta þýðir, að á 36klst og 43mín fresti fæðist vanskapað barn í landinu.
5 Comments:
Það er alltaf leiðinlegt að fá engin komment, svo að hér færð þú eitt Jói.
Iii... Þú átt ekki á kommenta fyrir sakir aumkunar. Taktu þetta komment aftur, annars fer ég að stunda sömu iðju á síðunni þinni!
Þú mátt kommenta á minni síðu í staðinn, Palli. Það er enginn sem vill kommenta þar. Kannski er það vegna þess að hjá mér er ekkert ósagt látið.
Fyrst að þessi komment hér eru hvort sem er komin í ruglið þá kemur hér eitt til viðbótar. Þakka þér fyrir að halda úti þessari síðu Jói, hún er ein sú skemmtilegasta í bransanum. kveðja
Þakka þér fyrir Mundi. Ég klökkna allur við að heyra eitthvað svona. Við þetta tækifæri verð ég samt að benda þér á síður vina minna Guðmundar Jóns og Palla. Þær eru eiginlega mun skemmtilegri en mín (þó að síða þess síðarnefnda virðist á einhvern undarlegan hátt vera þróast úr bloggsíðu í einhvers konar smáauglýsingasíðu. Kann ég því enga skýringu). En, jebb. Tékkaðu á því.
Og, og, og... líka þessari síðu hér: www.deezer.com. Hún er sniðug.
Skrifa ummæli
<< Home